Málið hneisa sem muni hafa áhrif á framtíðarstefnumótun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 19:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra. Vísir/anton brink Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín. Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra segir koma til greina að herða reglur um fiskeldi, eftir að í ljós kom að miklu magni af laxaseiði var sleppt út í sjó við Gileyri við Tálknafjörð fyrir fimmtán árum. Málið sé hneisa sem muni óneitanlega hafa áhrif á framtíðarstefnumótun.Greint var því í kvöldfréttum Stövðar 2 í gær að 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni hafi verið sleppt í sjóinn við Gileyri árið 2002. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum rannsóknar Hafrannsóknarstofnunar hefur erfðablöndun fundist í tveimur laxastofnum í Botnsá og Sunndalsá, en árnar eru báðar á svæðinu. Þorgerður segir þetta grafalvarlegt. Málið á rætur síanr að rekja til þess að árið 2001 keypti félagið Eyrar-fiskeldi hf, í eigu útgerðarmannsins Níels Ársælssonar, hundrað og sextíu þúsund laxaseiði, en eftir að samstarfsaðili Eyrar varð gjaldþrota ákvað Níels að sleppa seiðunum í sjó við Gileyri. „Þetta er náttúrulega mikil hneisa að þetta skuli hafa verið gert á sínum tíma. En á móti kemur að í dag sé ég ekki fram á að þetta geti gerst. Við erum með strangar reglur og ég spái því að það verði jafnvel strangari reglur settar fram á næstunni. Það eru miklar kröfur gerðar til fiskeldisfyrirtækja í dag og mér er það til efs að þau muni nokkurn tímann láta svona gerast,“ segir Þorgerður. Hún væntir skýrslu frá starfshópi um stefnumótun innan tveggja vikna. „Það kemur þá að okkur í ríkisstjórninni, og Alþingi öllu, því þetta er þverpólitískt mál, að móta það starfsumhverfi fiskeldis þannig að við verðum hér með öfluga atvinnugrein sem tekur sérstaklega tillit til lífríkis og náttúru.“ Þorgerður tekur fram að sjávarútvegsráðuneytið verði í nánum samskiptum við Hafrannsóknarstofnun, sem fer með rannsókn málsins. „Við munum að sjálfsögðu ráðfæra okkur mjög við Hafró og hlusta á það sem hún hefur fram að færa í þessu. Það eru ákveðnar vísbendingar um að þetta hafi haft áhrif á okkar villtu laxastofna. Það útaf fyrir sig er alvarlegt mál sem mun að sjálfsögðu ahfa áhrif varðandi framtíðarstefnumótun í laxeldinu,“ segir Þorgerður Katrín.
Tengdar fréttir Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15 Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Útilokað að hægt sé að sleppa jafn miklu magni laxaseiða í sjó Eftirlit sé meira nú en fyrir 15 árum þegar eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni var sleppt í sjó við Gileyri á Tálknafirð. 1. ágúst 2017 13:15
Sleppti 160 þúsund laxaseiðum af norskum stofni Útgerðarmaður segist hafa sleppt um eitt hundrað og sextíu þúsund laxaseiðum af norskum stofni í sjó við Gileyri á Tálknafirði árið 2002. Fiskistofa segir málið grafalvarlegt og varða refsingu. Hafrannsóknarstofnun mun fara aftur yfir nýjar rannsóknir á erfðablöndun á svæðinu 31. júlí 2017 20:00