„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2017 13:03 Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram. Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram.
Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53