Vill koma á fót Þjóðgarðastofnun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:37 Þingvellir. Vísir/Vilhelm Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, kynnti í dag í ríkisstjórn áform um að koma á fót Þjóðgarðastofnun sem tæki við verkefnum Vatnajökulsþjóðgarðs, Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls ásamt öðrum tilteknum verkefnum á sviði náttúruverndar á vegum Umhverfisstofnunar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að markmiðið með stofnuninni sé að efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu þjóðgarða og friðlýstra svæða en um leið viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna. Þrjár opinberar stofnanir fara nú með umsjón með rekstri þjóðgarða, friðlýstra svæða og annarra náttúruverndarsvæða í landinu; Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og Umhverfisstofnun, en undir stofnunina heyrir Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og friðlýst svæði utan þjóðgarða.Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.„Veigamikil rök eru til þess að samþætta starfsemi þessara stofnana sem fást við sambærileg verkefni. Þar má nefna að málefni náttúruverndar verða sífellt mikilvægari, aukinn rekstur og starfsemi er á þessum svæðum og aukin krafa um þjónustu, ekki síst vegna mikils fjölda ferðamanna. Þannig hefur á örfáum árum orðið mikil breyting á þessum svæðum, gestafjöldi hefur margfaldast og mikil þörf er á styrkingu starfseminnar,” segir í tilkynningu. Með þessu er gert ráð fyrir að sameina verkefni sem meðal annars tengjast verndaraðgerðum, gerð stjórnunar- og verndaráætlana, stýringu ferðamanna, landvörslu, meðferð og útgáfu sérleyfa, veitingu þjónustu og innheimtu þjónustugjalda, uppbyggingu og rekstri innviða, framkvæmdum á verndarsvæðum og viðhaldi, framkvæmd friðlýsinga, leyfisveitingum og annarri stjórnsýslu. Gengið er út frá því að viðhalda sjálfstæði í rekstri þjóðgarðanna, en jafnframt efla og styrkja sameiginlega starfsemi og stoðþjónustu. Þá er gert ráð fyrir að viðhalda því fyrirkomulagi sem verið hefur um tengsl Alþingis við Þjóðgarðinn á Þingvöllum og sérstöðu hans, sem og þeirri valddreifingu sem felst í aðkomu sveitarfélaga í Vatnajökulsþjóðgarði. Jafnframt yrði leitast við að efla valddreifingu og aðkomu heimamanna að öðrum friðlýstum svæðum. „Áhersla er lögð á að með sameiningu verkefna er fyrst og fremst verið að styrkja faglegt starf og stoðþjónustu og því verður störfum sem lúta að þessum verkefnum ekki fækkað í tengslum við stofnun Þjóðgarðastofnunar.” Unnið verður að gerð lagafrumvarps um nýja Þjóðgarðsstofnun á næstu mánuðum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hyggst leggja fram á vorþingi 2018.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira