Ferðamenn sníktu pítsuafganga á Laugaveginum: „Everything is so expensive here“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:30 Ferðamennirnir kátu frá Berlín gengu sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar en þeir segja ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag í Reykjavík. Helga MArgrét guðmundsdóttir Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira