Hryðjuverk í Barselóna: Það sem við vitum í lok dags Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. ágúst 2017 23:35 Lögreglan lokaði miðborg Barselóna í um 6 klukkustundir meðan hún rannsakaði vettvang árásarinnar. Vísir/getty Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Sendiferðabíl var ekið inn í hóp fólks í miðborg Barselóna um klukkan 15 að íslenskum tíma. Atvikið er rannsakað sem hryðjuverk. Um er að ræða mannskæðustu árás á spænskri grundu síðan 191 lést í sprengingum í Madríd árið 2004. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Katalóníu og haldin verður mínútuþögn á Plaça Catalunya í hádeginu á morgun. Þetta er það sem liggur fyrir um árásina undir lok dags.Hvítum Fiat-sendiferðabíl var ekið niður verslunargötuna Römbluna í miðborg Barselóna.Hið minnsta 13 eru látnir og rúmlega 100 eru slasaðir, þar af 15 alvarlega. Yfirvöld segja fórnarlömbin vera af 18 þjóðernum. Vitað er að einn Belgi og þrír Þjóðverjar létu lífið. Þá særðist ein áströlsk kona lífshættulega.Búið er að handtaka tvo menn í tengslum við málið. Annar mannanna hefur verið nafngreindur sem Driss Oukabir, 28 ára gamall Spánverji af marokkóskum uppruna. Skilríki hans fundust í hvíta sendiferðabílnum og talið er hann hafi tekið bílinn á leigu. Hann hefur neitað allri sök og segir að bróðir sinn hafi stolið skilríkjunum og skilið þau eftir í bílnum. Hann var handtekinn í bænum Ripoll. Lögreglumenn rannska nú bílinn sem notaður var til verksins. Skilríki fundust í framsætinu.Minna er vitað um hinn manninn. Þó hefur komið fram að hann sé frá hafnarborginni Melilla á norðurströnd Afríku. Hann er líka spænskur ríkisborgari og var handtekinn í Alcanar.Hvorugur mannanna sem eru í haldi lögreglu eru sagðir vera ökumenn sendibílsins. Lögreglan telur hann vera ennþá á flótta. Hann hljóp af vettvangi og er ekki talinn vopnaður.Þá lagði lögreglan hald á annan bíl í borginni Vic, sem er í 72 kílómetra fjarlægð frá Römblunni. Talið er að sú bifreið hafi verið notuð til að komast undan.Ekki er vitað hvað árásarmönnunum gekk til með árásinni. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segir þá þó hafa verið „hermenn“ á þeirra vegum. Því er þó tekið með fyrirvara enda samtökin gjörn á að lýsa ábyrgð á ódæðum á hendur sér þó svo að enginn fótur kunni að vera fyrir því.Árásin á Römblunni er sögð tengjast húsi sem sprakk í Alcanar, bæ um 200 kílómetra sunnan við Barselóna, í gær. Við rannsókn lögreglunnar fundust 20 gaskútar í rústum hússins sem og efni til sprengjugerðar. Einn lést í sprengingunni.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið girt af í rúmlega 6 klukkustundir eftir árásina.Fjöldi Íslendinga er í Barselóna og hafa þeir í samtali við Vísi í dag lýst aðstæðunum í borginni. Viðtöl við þá má nálgast hér, hér og hér. Talið er að sprenging í bænum Alcanar tengist ódæðinu á Römblunni með einhverjum hætti.Þá var ökumaður skotinn til bana í útjaðri Barselóna ekki löngu eftir árásina á Römblunni. Hann hafði ekið á tvo lögreglumenn sem særðust lítillega. Ökumaðurinn er ekki talinn tengjast árásinni í miðborg Barselóna á nokkurn hátt.Skömmu fyrir miðnætti greindi lögreglan frá því að það stæðu yfir aðgerðir í hafnarbænum Cambrils sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Barselóna. Hún hefur staðfest að aðgerðirnar tengist hryðjuverkum með einhverjum hætti en hefur ekki viljað gefa nánari upplýsingar að svo stöddu. Cambrils er vinsæll ferðamannastaður. Hér að neðan má fræðast um atburðarásinni eins og hún þróaðist í dag.
Hryðjuverk í Barcelona Tengdar fréttir Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31 Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30 Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Íslendingur í Barselóna lagði sig í staðinn fyrir að fara á Römbluna í dag Kristbjörg lagði í stað þess að fara á staðinn sem hryðjuverkin voru framin í dag. 17. ágúst 2017 17:31
Hrafnhildur heyrði sendiferðabílinn aka á fólkið Hrafnhildur og vinkona hennar flúðu af vettvangi hryðjuverkaárásarinnar í dag. 17. ágúst 2017 19:30
Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. 17. ágúst 2017 17:13