Stjórn United Silicon segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 18:54 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Stjórn United Silicon segist taka áhyggjur bæjarráðs Reykjanesbæjar alvarlega og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið. Bæjarráðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að ráðið teldi nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílíkons í Helguvík yrði stöðvaður hið fyrsta. Stjórnin segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann. „Stjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn United Silicon.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Þar segir einnig að fyrirtækið hafi í vor fengið til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna laus á lyktarvanda og þeim óþægindum sem reksturinn hefur valdið. „Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt.“ Þá segir að Umhverfisstofnun hafi tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni þann 7. júlí síðastliðinn þar sem meðal annars var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. „Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.“Yfirlýsing stjórnar United Silicon í heild sinni.Yfirlýsing frá stjórn United Silicon vegna bókunar bæjarráðs ReykjanesbæjarStjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið.Stjórnin tekur alvarlega þær áhyggjur sem liggja að baki ályktun bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið.Fyrirtækið fékk í vor til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna lausn á lyktarvanda og þeim óþægindum sem hann hefur valdið. Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt. Umhverfisstofnun hefur tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni 7. júlí sl. þar sem m.a. var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa. United Silicon Tengdar fréttir Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Stjórn United Silicon segist taka áhyggjur bæjarráðs Reykjanesbæjar alvarlega og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið. Bæjarráðið sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem sagði að ráðið teldi nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílíkons í Helguvík yrði stöðvaður hið fyrsta. Stjórnin segir að stöðvun verksmiðjunnar leysi ekki vandann. „Stjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn United Silicon.Sjá einnig: Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Þar segir einnig að fyrirtækið hafi í vor fengið til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna laus á lyktarvanda og þeim óþægindum sem reksturinn hefur valdið. „Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt.“ Þá segir að Umhverfisstofnun hafi tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni þann 7. júlí síðastliðinn þar sem meðal annars var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. „Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.“Yfirlýsing stjórnar United Silicon í heild sinni.Yfirlýsing frá stjórn United Silicon vegna bókunar bæjarráðs ReykjanesbæjarStjórn United Silicon leggur sem fyrr áherslu á mikilvægi þess að tryggja rekstur fyrirtækisins á þann veg að unnt sé að finna lausn á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstrinum undanfarna mánuði. Það er forsenda þess að fyrirtækið geti starfað til lengri tíma litið.Stjórnin tekur alvarlega þær áhyggjur sem liggja að baki ályktun bæjarráðs Reykjanesbæjar í dag og leggur áherslu á vilja sinn til að reka fyrirtækið í sátt við nærumhverfið.Fyrirtækið fékk í vor til liðs við sig alþjóðlega sérfræðinga í fremstu röð til að finna lausn á lyktarvanda og þeim óþægindum sem hann hefur valdið. Þeir hafa þróað mælingaáætlun með norsku loftgæðarannsóknastofnuninni (NILU) og unnið hefur verið eftir henni undanfarna mánuði. Fyrstu niðurstöður NILU benda til þess að ekki sé í útblæstri verksmiðjunnar efni sem skaðleg geta verið heilsu manna, en stofnunin telur að frekari rannsókna sé þörf til að greina til fulls hvaða efni valdi óþægindum og lykt. Umhverfisstofnun hefur tekið í sama streng í yfirlýsingu sinni 7. júlí sl. þar sem m.a. var sagt að nauðsynlegt væri að fá frekari mælingar á þessum efnum til að meta betur hugsanleg heilsufarsáhrif mengunarinnar. Ef áfram verður haldið með verkefnið mun á næstu vikum vonandi takast að greina betur hvaða efni valda óþægindum og lykt og þróa leiðir til að eyða þeim eða koma í veg fyrir að þau myndist. Stöðvun verksmiðjunnar nú myndi ekki skila neinum árangri í þeirri vinnu og skapa fullkomna óvissu um áframhald rannsókna, framtíðarrekstur, störf starfsmanna og hagsmuni kröfuhafa.
United Silicon Tengdar fréttir Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. 17. ágúst 2017 15:44