Norðurljós í Norðurljósum Jónas Sen skrifar 16. ágúst 2017 11:00 Sigmar Þór Matthíasson, Ayman Boujlida og Taulant Mehmeti fóru á kostum á sviði Norðurljósa á Jazzhátíð. Tónlist Djasstónleikar Sigmar Þór Matthíasson, Ayman Boujlida og Taulant Mehmeti fluttu frumsamda tónlist á Djasshátíð Reykjavíkur. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 11. ágúst Einu sinni voru Kosovobúi, Túnisbúi og Íslendingur staddir í Norðurljósum í Hörpu. Kosovobúinn spilaði á rafgítar, Túnisbúinn á trommur en Íslendingurinn á kontrabassa. Íslendingurinn sagði: „Við ætlum að flytja lag sem ég samdi. Það er innblásið af ljóði um norðurljós. Og hér erum við einmitt í Norðurljósum!“ Þetta var bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson, en um var að ræða tónleika á Djasshátíð Reykjavíkur. Sigmar kynnti dagskrána og var oft hinn skemmtilegasti. Hann fór líka fimum höndum um kontrabassann, og gerði það af gríðarlegri innlifun. Tjáningin skein úr andlitinu á honum, hver tónn var þrunginn merkingu. Hinir hljóðfæraleikararnir voru þeir Taulant Mehmeti frá Kosovo á rafgítar og Ayman Boujlida frá Túnis á trommur og píanó. Þremenningarnir munu hafa kynnst í námi í New York. Þeir voru merkilega samhentir þrátt fyrir að vera frá ólíkum menningarheimum. Heildarhljómur tríósins var fókuseraður og lifandi, enda allt frábærir hljóðfæraleikarar. Boujlida sló trommurnar af snilld, leikurinn var margbrotinn, léttur og snarpur. Mehmeti var líka magnaður á gítarinn, hröð tónahlaup léku í höndunum á honum. Tónlistin var eftir þá félaga. Framandi tónstigar ættaðir frá Kosovo og Túnis voru áberandi. Fátt var hins vegar um skírskotanir til íslensks tónlistararfs, sem var miður. Það hefði verið svo gaman ef djössuð rímnatónlist hefði verið með í kokteilnum! Útsetningarnar voru engu að síður fjölbreyttar; hvergi var dauður punktur. Eins og áður sagði spilaði Boujlida bæði á trommur og píanó, sem var góð tilbreyting. Greinilegt var þó að trommurnar voru hans aðalhljóðfæri; píanóleikurinn var nokkuð stirður. En frumleiki tónlistarinnar vóg þar upp á móti, hún var afar framsækin. Tilraunagleðin á tónleikunum var smitandi, framvindan í lögunum var ávallt spennandi og kom á óvart. Það var einhver ferskleiki yfir öllu saman sem var ánægjulegt að upplifa, bæði í leik tríósins og í tónlistinni sjálfri. Ef finna má að einhverju er það helst skortur á ljóðrænu. Lítið var um djass af þeirri gerðinni sem ljúft er að hafa á fóninum yfir kvöldmatnum. Kannski hefði mátt bæta því við. Mehmeti lék vissulega glæsilega á rafgítarinn og var ætíð að leita að nýjum víddum í hverju lagi. Stundum hefði hann samt mátt slaka aðeins á, leyfa tónlistinni að flæða og laglínunum að njóta sín. Örlítið meira af munúðarfullum melódíum og notalegheitum hefði gert tónleikana fullkomna.Niðurstaða: Lífleg tónlist og frábær hljóðfæraleikur; einkar skemmtilegir tónleikar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst. Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Sigmar Þór Matthíasson, Ayman Boujlida og Taulant Mehmeti fluttu frumsamda tónlist á Djasshátíð Reykjavíkur. Norðurljós í Hörpu föstudaginn 11. ágúst Einu sinni voru Kosovobúi, Túnisbúi og Íslendingur staddir í Norðurljósum í Hörpu. Kosovobúinn spilaði á rafgítar, Túnisbúinn á trommur en Íslendingurinn á kontrabassa. Íslendingurinn sagði: „Við ætlum að flytja lag sem ég samdi. Það er innblásið af ljóði um norðurljós. Og hér erum við einmitt í Norðurljósum!“ Þetta var bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson, en um var að ræða tónleika á Djasshátíð Reykjavíkur. Sigmar kynnti dagskrána og var oft hinn skemmtilegasti. Hann fór líka fimum höndum um kontrabassann, og gerði það af gríðarlegri innlifun. Tjáningin skein úr andlitinu á honum, hver tónn var þrunginn merkingu. Hinir hljóðfæraleikararnir voru þeir Taulant Mehmeti frá Kosovo á rafgítar og Ayman Boujlida frá Túnis á trommur og píanó. Þremenningarnir munu hafa kynnst í námi í New York. Þeir voru merkilega samhentir þrátt fyrir að vera frá ólíkum menningarheimum. Heildarhljómur tríósins var fókuseraður og lifandi, enda allt frábærir hljóðfæraleikarar. Boujlida sló trommurnar af snilld, leikurinn var margbrotinn, léttur og snarpur. Mehmeti var líka magnaður á gítarinn, hröð tónahlaup léku í höndunum á honum. Tónlistin var eftir þá félaga. Framandi tónstigar ættaðir frá Kosovo og Túnis voru áberandi. Fátt var hins vegar um skírskotanir til íslensks tónlistararfs, sem var miður. Það hefði verið svo gaman ef djössuð rímnatónlist hefði verið með í kokteilnum! Útsetningarnar voru engu að síður fjölbreyttar; hvergi var dauður punktur. Eins og áður sagði spilaði Boujlida bæði á trommur og píanó, sem var góð tilbreyting. Greinilegt var þó að trommurnar voru hans aðalhljóðfæri; píanóleikurinn var nokkuð stirður. En frumleiki tónlistarinnar vóg þar upp á móti, hún var afar framsækin. Tilraunagleðin á tónleikunum var smitandi, framvindan í lögunum var ávallt spennandi og kom á óvart. Það var einhver ferskleiki yfir öllu saman sem var ánægjulegt að upplifa, bæði í leik tríósins og í tónlistinni sjálfri. Ef finna má að einhverju er það helst skortur á ljóðrænu. Lítið var um djass af þeirri gerðinni sem ljúft er að hafa á fóninum yfir kvöldmatnum. Kannski hefði mátt bæta því við. Mehmeti lék vissulega glæsilega á rafgítarinn og var ætíð að leita að nýjum víddum í hverju lagi. Stundum hefði hann samt mátt slaka aðeins á, leyfa tónlistinni að flæða og laglínunum að njóta sín. Örlítið meira af munúðarfullum melódíum og notalegheitum hefði gert tónleikana fullkomna.Niðurstaða: Lífleg tónlist og frábær hljóðfæraleikur; einkar skemmtilegir tónleikar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. ágúst.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira