„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 13:24 Hjólreiðahópurinn vinkaði Villa er hann ók framhjá þeim á trukknum. Skjáskot Leiðsögumaðurinn Villi Goði keyrði fram á lautarferð við Úlfljótsvatn í fyrradag. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hún átti sér ekki stað í gróðursælum lundi eða á tjaldsvæðinu - heldur á veginum sjálfum. Um var að ræða hóp hjólreiðamanna sem Villi segir að hafi verið hinn rólegasti - þrátt fyrir töluverða umferð. Villi birti myndband af hópnum á Facebook-síðu sinni enda segist hann hafa verið gáttaður á uppátæki hjólreiðamannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hópurinn hafi ekki einungis ákveðið að vera á veginum heldur á hættulegum hluta hans í þokkabót. Skömmu eftir að Villi hafði keyrt framhjá kom bíll á miklum hraða aðvífandi og gera má ráð fyrir því að hann hafi séð hópinn seint, komandi úr beygju.„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt allt saman,“ segir Villi. „Vinka bílunum í stað þess að koma sér af veginum. Halda þau að þau séu ónæm fyrir dauða?“ spyr hann. Þrátt fyrir að Villi starfi sem leiðsögumaður og hafi marga fjöruna sopið í þessum efnum segist hann aldrei hafa keyrt fram á jafn stóran hóp fólks sem staðnæmst hefur á veginum. Í hans tilfelli hafi það einna helst verið ferðamenn sem leggja bílum sínum til að taka myndir af norðurljósunum sem valdið hafa óþægindum. „Þetta er bara gegnumgangandi vesen á þjóðvegum landsins,“ segir Villi og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma skilaboðum til fólks; Íslendinga sem útlendinga, jafnt hjólandi sem akandi, um hætturnar sem af þessum uppátækjum kann að stafa. „Þetta er varla eitthvað sem ætti að þurfa að koma skila. Þetta er bara „kommon sens,““ segir Villi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Villi Goði keyrði fram á lautarferð við Úlfljótsvatn í fyrradag. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hún átti sér ekki stað í gróðursælum lundi eða á tjaldsvæðinu - heldur á veginum sjálfum. Um var að ræða hóp hjólreiðamanna sem Villi segir að hafi verið hinn rólegasti - þrátt fyrir töluverða umferð. Villi birti myndband af hópnum á Facebook-síðu sinni enda segist hann hafa verið gáttaður á uppátæki hjólreiðamannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hópurinn hafi ekki einungis ákveðið að vera á veginum heldur á hættulegum hluta hans í þokkabót. Skömmu eftir að Villi hafði keyrt framhjá kom bíll á miklum hraða aðvífandi og gera má ráð fyrir því að hann hafi séð hópinn seint, komandi úr beygju.„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt allt saman,“ segir Villi. „Vinka bílunum í stað þess að koma sér af veginum. Halda þau að þau séu ónæm fyrir dauða?“ spyr hann. Þrátt fyrir að Villi starfi sem leiðsögumaður og hafi marga fjöruna sopið í þessum efnum segist hann aldrei hafa keyrt fram á jafn stóran hóp fólks sem staðnæmst hefur á veginum. Í hans tilfelli hafi það einna helst verið ferðamenn sem leggja bílum sínum til að taka myndir af norðurljósunum sem valdið hafa óþægindum. „Þetta er bara gegnumgangandi vesen á þjóðvegum landsins,“ segir Villi og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma skilaboðum til fólks; Íslendinga sem útlendinga, jafnt hjólandi sem akandi, um hætturnar sem af þessum uppátækjum kann að stafa. „Þetta er varla eitthvað sem ætti að þurfa að koma skila. Þetta er bara „kommon sens,““ segir Villi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira