Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 13:30 Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiðin fylgi Dýrafjarðargöngum. Fjallað var verkefnið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Vegagerðin hefur kynnt drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Vegalengdin er alls um 70 kílómetrar en Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Helsta breyting á vegstæði verður við Dynjandisvog. Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þar verður talsverð breyting á veglínu til þess að fullnægja hönnunarskilyrðum um langhalla vegar þar upp. En að stórum hluta fylgir vegurinn mikið til gamla veginum sem var lagður og opnaður 1959,” segir Guðmundur Björgvinsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði. Í Vatnsfirði er áformað að færa veginn suður yfir ána Pennu og fjær Flókalundi en þar eru hættuleg gatnamót. „Nú er þetta náttúrlega friðland í Vatnsfirði alveg upp á fjallabrúnir þannig að þetta verður dálítið viðkvæmt. Þar er óhjákvæmilegt að þurfi að fara í gegnum kjarrlendi til að rýma fyrir nýjum vegi. En á móti kemur að það er auðvelt að plægja upp gamla veginn og planta í hann í staðinn, - skila honum til baka sem skógi. Og sama er auðvitað við Dynjanda, sem er friðlýst náttúruvætti. Það er auðvitað viðkvæm öll vegarlagning þar,” segir Guðmundur.Í Vatnsfirði ofan Flókalundar er áformað að vegurinn flytjist suður yfir ána Pennu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Efst á heiðinni verður vegurinn fluttur yfir í snjóléttari holt, beygjur rúnaðar af og dregið úr halla vegarins svo hann fari hvergi yfir sjö prósent. Yfirverkstjórinn telur að þannig fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. „Þar er vorkoman svona kannski mánuði fyrr heldur en á Steingrímsfjarðarheiði. Þannig að ég hef fulla trú á því, með nútíma vegarlagningu, góðum fláum, háum vegi og góðum skeringum, þá sé ekkert mál að hafa þjónustuhæfan veg þarna yfir heiðina,” segir Guðmundur. Frá Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Framkvæmdir eru hafnar við Dýrafjarðargöng en þau eru til lítils gagns nema leiðin sé fær yfir Dynjandisheiði. „Það hefur alltaf verið talað um að það sé gert samhliða jarðgöngunum þannig að þegar jarðgöngin verða tilbúin þá verði vegurinn svona að mestu leyti kominn,” segir Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Steinar Jónasson, stöðvarstjóri Mjólkárvirkjunar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En fyrst þarf Dynjandisheiði að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. „Þetta er langt ferli. En ef vel tekst til þá á það að geta unnist á kannski 2-3 árum og menn sjái það fyrir sér að um líkt leyti, kannski 2020, þegar við förum að opna Dýrafjarðargöng, þá verði þessi vinna komin í gang. Það er í raun ekkert sem ætti að aftra því í sjálfu sér,” segir Guðmundur, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði.
Dýrafjarðargöng Samgöngur Tengdar fréttir Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36 Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Ástralski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Sjá meira
Bíldudalstenging hluti nýs vegar um Dynjandisheiði Tenging til Bíldudals verður höfð með í endurgerð vegarins um Dynjandisheiði, segir vegamálastjóri. 6. júní 2016 21:36
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Leiðin Reykjavík-Ísafjörður 60 km styttri eftir átta ár Líklegt má telja að vesturleiðin svokallaða taki við af Djúpvegi sem aðalvegurinn milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. 31. maí 2016 19:35