Freyr í 1 á 1: Athyglin var of mikil á tímapunkti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2017 16:58 Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, fer yfir þátttöku Íslands á EM í Hollandi í þættinum 1 á 1 með Gumma Ben sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport HD klukkan 22:35 í kvöld. Fátt gekk upp hjá íslenska liðinu á EM og það tapaði öllum þremur leikjum sínum. Mikil umfjöllun var um mótið og íslensku leikmennirnir voru áberandi í fjölmiðlum í aðdraganda þess. En var Freyr aldrei hræddur um að athyglin væri yfirþyrmandi fyrir leikmenn íslenska liðsins? „Jú, ég gerði það. Á sama tíma reyndi ég að hjálpa leikmönnum, með mínu fólki, að ráða við þetta eins mikið og við mögulega gátum. Þetta var of mikið á tímapunkti en það var ekki endilega slæmt því einhvern tímann þurfti þetta að gerast fyrir íþróttir kvenna,“ sagði Freyr. „Þarna vorum við með 50% af þjóðinni að horfa á okkur og 3000 manns á vellinum. Þetta var algjörlega nýtt og eitthvað sem ég er mjög stoltur að hafa verið hluti af. Það er engin eftirsjá en þetta hafði áhrif, jákvætt fyrir einverjar og frábær reynsla en klárlega of mikið fyrir einhverjar.“Íslensku stelpurnar á æfingu.vísir/vilhelmGummi spurði Frey einnig út aðgang fjölmiðla að íslenska liðinu á EM en hver einasta æfing þess virtist vera opin. „Það á að vera fjölmiðlaatburður á hverjum einasta degi sem er of mikið. [Mánudaginn eftir leikinn gegn Sviss] tók ég þá ákvörðun að hvíla leikmennina. Þær voru algjörlega búnar á því andlega. Ég hélt bara blaðamannafund þar sem mínir menn voru og það voru ákveðnir fjölmiðlamenn sem voru mjög óánægðir með það. Þetta fer í báðar áttir. Við viljum gera eins vel og hægt er en stundum þurfum við líka að vernda leikmennina,“ sagði Freyr. Elín Metta Jensen kom inn á sem varamaður í fyrsta leiknum gegn Frakklandi og fékk dæmda á sig vítaspyrnu skömmu fyrir leikslok sem eina mark leiksins kom úr. Elín Metta kom ekki í viðtöl eftir leik en daginn eftir svaraði hún spurningum fjölmiðla á æfingu Íslands. „Hún gat ekki farið í viðtöl eftir Frakkaleikinn og flestir sýndu því virðingu. Það hefði enginn grætt á því að fá hana í viðtal þar. En hún var ósátt við að fá gagnrýni fyrir að mæta ekki í viðtöl og vildi mæta galvösk [daginn eftir]. Við ræddum bara hvernig hún myndi tækla þetta án þess að ritstýra henni,“ sagði Freyr.Harpa Þorsteinsdóttir huggar Elínu Mettu Jensen eftir leikinn gegn Frakklandi.vísir/vilhelmElín Metta spilaði ekki meira á EM eftir þetta atvik í Frakkaleiknum. „Hún tók ekki þátt í öllu verkefninu í síðustu tveimur leikjunum fyrir EM þar sem hún var að taka inntökupróf í læknisfræði. Aðrir leikmenn fengu tækifæri og nýttu það. Það var ein ástæða fyrir því að hún fékk færri mínútur. Svo tók þetta atvik í Frakkaleiknum á hana. Þetta var erfitt, henni fannst á sér brotið en samt fannst henni hún bera ábyrgðina eins og þetta er,“ sagði Freyr. „Ef leikurinn á móti Sviss hefði farið öðruvísi og við hefðum enn verið inni í myndinni á móti Austurríki hefði hún að öllum líkindum spilað þann leik. Hún var ekki tilbúin að spila á móti Sviss að mínu mati og undir lok leiks gegn Austurríki ákvað ég að leyfa öðrum leikmönnum að taka þátt í mótinu.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Freyr: Ódýrt hjá Milos og Dofri fleygði sér niður Íslenski boltinn Hefur skorað á 16 tímabilum í röð í efstu deild Íslenski boltinn Neymar skrópaði á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira