Vonast til að opna á næstu dögum en taka forskot á sæluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 Meðgangan hefur verið erfið, að sögn framkvæmdastjóra Hlemms Mathallar, en nú sér fyrir endann á framkvæmdunum. Hlemmur Mathöll Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent