Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Jóhann K. Jóhannsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 11. ágúst 2017 06:29 Komið var með síðasta hópinn í fjöldahjálparmiðstöðina í Hveragerði um klukkan 4:30 í nótt. Vísir/JKJ Allra veikustu skátarnir, sem fluttir voru í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hveragerði í nótt eftir að alvarleg veikindi komu upp í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi, gætu þurft að dvelja þar í þrjá til fjóra daga. Alls voru 175 skátar fluttir úr búðunum í gærkvöldi, þar af 62 sem sýndu einkenni sýkingarinnar og ekki er útilokað að fleiri munu koma til með að sýkjast. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Þrír skátar voru sendir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til frekari aðhlynningar upp úr miðnætti og til að fá næringu. Þeir dvelja nú í fjöldahjálparstöðinni. Samkvæmt heimildum Vísis bera þeir veiku einkenni nóróveirusýkingar sem lýsir sér í hita, slappleika, magaverkjum og uppköstum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Slíkar sýkingar eru ekki óalgengar hér á Íslandi en þó rekur menn ekki minni til að sambærilegur fjöldi hafi áður smitast á sama tíma. Orsök sýkingarinnar í gærkvöld er óljós, sýni voru tekin og eru enn til rannsóknar. Frá setningu alþjóða skátamótsins í Laugardalshöll þann 25. júlí. Þá voru á fimmta þúsund skátar á Íslandi. Mótinu lauk þann 2. ágúst.Vísir/Vilhelm Sambærilegt tilfelli kom upp á skátamótinu sem fór fram á Úlfljótsvatni á dögunum. Skáti með álíka einkenni leitaði sér þá aðstoðar en tilfelli hans var þó ekki greint. Líkur eru á að smitið sé þaðan en málið er þó enn til skoðunar og því einungis um tilgátu að ræða á þessu stigi. Fundað á eftirYfirstjórn HSU mun koma saman nú á áttunda tímanum. Þar verður staðan tekin og næstu skref rædd. Á fundinum verður ekki síst lagt mat á það hvort stofnunin sé yfirhöfuð í stakk búin til að takast á við mál af þessari stærðargráðu með tilliti til almannavarna. Búið er að virkja viðbragðsstjórn vegna málsins. Í glugganum á efri hæðinni má sjá þegar stjórnandi í fjöldahjálparstöðinni ræddi við krakkanna sem þangað voru komnir.Vísir/JKJ Að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Suðurlandi, er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem komið hafa upp hér á landi. „Við þurftum að leita leiða hjá einkafyrirtækjum og brunavörnum Árnessýslu til að útvega rútur til að flytja fólkið,“ lýsir Styrmir í samtali við fréttastofu nú í morgun. Byrjað var á tveimur litlum rútum til að flytja þá allra veikustu og svo koll af kolli. Skólahúsnæðinu, þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Staðurinn hefur ekki verið innsiglaður af heilbrigðisyfirvöldum. Til að mynda eru tjaldsvæðin opin. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, hafi skátarnir hins vegar tekið þá ákvörðun að nýta ekki ákveðinn húsakost sem er í mestri notkun fyrr en búið er að hafa samráð við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Það gerist í dag. Styrmir segir að unnið hafi verið að landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa sem kynnt var í júlí síðastliðnum og nálgast má hér. Haft var samband við smitsjúkdómalækni á Landspítalanum og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í nótt og var ákvörðun um setja upp fjöldahjálparstöðina tekin í samráði við þessa aðila. Styrmir segir að reynt hafi á þolmörk heilbrigðisstofnunarinnar. „Mönnunin hefur alveg komið okkur niður að kvikunni. Bæði vegna sumarleyfa og svo höfum við þurft að kalla út vaktir. Við létum dagvaktina í gær halda áfram alveg fram undir morgun og við þurfum að púsla þessu svolítið saman. Bæði út af sjúkraflutningum og bráðamóttöku,“ segir Styrmir. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Allra veikustu skátarnir, sem fluttir voru í fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hveragerði í nótt eftir að alvarleg veikindi komu upp í Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni í gærkvöldi, gætu þurft að dvelja þar í þrjá til fjóra daga. Alls voru 175 skátar fluttir úr búðunum í gærkvöldi, þar af 62 sem sýndu einkenni sýkingarinnar og ekki er útilokað að fleiri munu koma til með að sýkjast. Ákveðið var að koma upp fjöldahjálparstöðinni til að einangra hina sýktu í umdæminu. Ekki var hægt að flytja þá alla á heilbrigðisstofnanir eða á Landspítalann vegna smithættunnar sem af þeim stafar. Þrír skátar voru sendir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) til frekari aðhlynningar upp úr miðnætti og til að fá næringu. Þeir dvelja nú í fjöldahjálparstöðinni. Samkvæmt heimildum Vísis bera þeir veiku einkenni nóróveirusýkingar sem lýsir sér í hita, slappleika, magaverkjum og uppköstum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Slíkar sýkingar eru ekki óalgengar hér á Íslandi en þó rekur menn ekki minni til að sambærilegur fjöldi hafi áður smitast á sama tíma. Orsök sýkingarinnar í gærkvöld er óljós, sýni voru tekin og eru enn til rannsóknar. Frá setningu alþjóða skátamótsins í Laugardalshöll þann 25. júlí. Þá voru á fimmta þúsund skátar á Íslandi. Mótinu lauk þann 2. ágúst.Vísir/Vilhelm Sambærilegt tilfelli kom upp á skátamótinu sem fór fram á Úlfljótsvatni á dögunum. Skáti með álíka einkenni leitaði sér þá aðstoðar en tilfelli hans var þó ekki greint. Líkur eru á að smitið sé þaðan en málið er þó enn til skoðunar og því einungis um tilgátu að ræða á þessu stigi. Fundað á eftirYfirstjórn HSU mun koma saman nú á áttunda tímanum. Þar verður staðan tekin og næstu skref rædd. Á fundinum verður ekki síst lagt mat á það hvort stofnunin sé yfirhöfuð í stakk búin til að takast á við mál af þessari stærðargráðu með tilliti til almannavarna. Búið er að virkja viðbragðsstjórn vegna málsins. Í glugganum á efri hæðinni má sjá þegar stjórnandi í fjöldahjálparstöðinni ræddi við krakkanna sem þangað voru komnir.Vísir/JKJ Að sögn Styrmis Sigurðarsonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Suðurlandi, er um að ræða einhverja umfangsmestu sjúkraflutninga sem komið hafa upp hér á landi. „Við þurftum að leita leiða hjá einkafyrirtækjum og brunavörnum Árnessýslu til að útvega rútur til að flytja fólkið,“ lýsir Styrmir í samtali við fréttastofu nú í morgun. Byrjað var á tveimur litlum rútum til að flytja þá allra veikustu og svo koll af kolli. Skólahúsnæðinu, þar sem hjálpastöðin er staðsett, hefur verið skipt í tvö aðskilin svæði fyrir þá sem eru sýktir og veikir og fyrir þá sem eru ekki veikir eða einkennalausir. Staðurinn hefur ekki verið innsiglaður af heilbrigðisyfirvöldum. Til að mynda eru tjaldsvæðin opin. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, hafi skátarnir hins vegar tekið þá ákvörðun að nýta ekki ákveðinn húsakost sem er í mestri notkun fyrr en búið er að hafa samráð við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Það gerist í dag. Styrmir segir að unnið hafi verið að landsáætlun um sóttvarnir hafna og skipa sem kynnt var í júlí síðastliðnum og nálgast má hér. Haft var samband við smitsjúkdómalækni á Landspítalanum og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra í nótt og var ákvörðun um setja upp fjöldahjálparstöðina tekin í samráði við þessa aðila. Styrmir segir að reynt hafi á þolmörk heilbrigðisstofnunarinnar. „Mönnunin hefur alveg komið okkur niður að kvikunni. Bæði vegna sumarleyfa og svo höfum við þurft að kalla út vaktir. Við létum dagvaktina í gær halda áfram alveg fram undir morgun og við þurfum að púsla þessu svolítið saman. Bæði út af sjúkraflutningum og bráðamóttöku,“ segir Styrmir.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04