Auka þurfi þekkingu á heilablóðfalli Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2017 19:30 Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann. Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Heilablóðföll eru oft illgreinanlegt en hægt er að bæta úr því með aukinni fræðslu og umræðu, segir Björn Logi Þórarinsson, taugasérfræðingur á taugadeild Landspítalans. Einkenni heilablóðfalls svipi oft til annarra sjúkdóma. „Yfirleitt er það augljóst, en þau geta verið illgreinanleg. Það fer eftir því hver einkennin eru. Ef einkennin eru þau að það er lömun í andliti, hendi eða fæti öðrum megin, eða sá sem fær heilablóðfallið til dæmis á í miklum talerfiðleikum – en þetta er erfiðara ef það er til dæmis skynskerðing. Þetta getur þá ruglast saman við aðra sjúkdóma sem geta haft svipuð einkenni,“ segir Björn Logi.Björn Logi Þórarinsson.Líkt og greint var frá í Fréttablaðinu í dag var kona ranglega greint með þvagfærasýkingu á bráðamóttöku Landspítalans í júlí og var send heim með sýklalyf. Sólarhring síðar féll hún í baðherbergisgólfið heima hjá sér og handleggsbrotnaði, og kom þá í ljós að hún var með blóðtappa í heila. Fjölskylda hennar íhugar að kæra málið til landlæknis. Landspítalinn vildi ekki tjá sig um málið, en aðspurður segir Björn Logi að einkenni þvagfærasýkingar séu almennt ekki þau sömu og heilablóðfalls.Heilaslag frábrugðið þvagfærasýkingu„Þau eru ekki svipuð. Þvagfærasýking lýsir sér með ákveðnum einkennum en stundum kemur fyrir að það getur ruglast eða þvælst fyrir. Þvagfærasýking getur haft þau áhrif, á fólk sem er með skerðingu af einhverju tagi, að hæfni eða færni skerðist enn meira. En yfirleitt er þvagfærasýking ekki erfitt að greina frá heilaslagi.“ Björn segir að ávallt sé hægt að bæta hlutina. Meðferð við heilaslagi eða heilablóðfalli fari sífellt batnandi en að einnig sé þekking fólks á einkennum að aukast. Dæmigert einkenni er lömun öðrum megin. „Þetta er keppnismál eiginlega í öllum löndum, Bæði vestan- og austanhafs. Vandamálið er að heilablóðfall er ekki alltaf auðvelt í greiningu, sérstaklega fyrir sjúklinga og aðstandendur sjálfa. Sjúklingur veikist í heimahúsi af einkennum heilablóðfalls og það er mjög oft að fólk áttar sig ekki á því að um heilablóðfall er að ræða. Leita sér þar af leiðandi ekki tímanlega lækningar og það getur farið verr fyrir vikið. Einnig líka er náttúrulega að þetta er stöðug fræðsla bæði í læknanámi, hjúkrunarfræðinámi og kennslu utan spítala. Þetta er mál sem er baráttumál og hefur verið síðustu ár og er áframhaldandi baráttumál,“ segir hann.
Tengdar fréttir Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Sjá meira
Eiginkonan send heim strax eftir heilablóðfall Kona var flutt veik og lömuð í annarri hlið líkamans á bráðamóttöku Landspítalans í lok júlí. Læknar sögðu að um þvagfærasýkingu væri að ræða og sendu hana heim með sýklalyf. Konan reyndist vera með blóðtappa. 10. ágúst 2017 06:00
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent