Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. ágúst 2017 13:56 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm„Því miður hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér og hann er kominn á þennan stað að miklu fleiri ríkjum stafar ógn af Norður-Kóreu heldur en nokkurn tíman áður. Við höfum bæði hvatt öryggisráðið til að taka á þessu máli og styðjum ákvarðanir þess um viðskiptaþvinganir og höfum verði sömuleiðis meðflutningsaðili að ályktunum þar sem kjarnorkuvopnaáætlanir og eldflaugatilraunir eru fordæmdar en auk þess hvatt til stillingar og sátta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu.Orð forsetans túlkuð sem hótun Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og brennisteini“ á þeirri stærðargráðu sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum en í gær sagði Trump ennfremur á Twitter síðu sinni að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. Guðlaugur Þór segir kollega sinn í Bandaríkjunum, Rex Tillerson, leggja allt sitt að mörkum til að lægja öldurnar í deilunni. Hwasong-12 eldflaugarnar í vopnabúri Norður Kóreu eru taldar hafa drægni upp á 10 þúsund kílómetra og öll Evrópa innan þeirrar drægni. Ljóst er hinsvegar að Ísland er hvergi nærri á meðal skotmarka Norður Kóreu. „Þó við teljum að okkur stafi ekki bein ógn af þessu þá breytir það ekki því að ef það myndi brjótast út einhver átök á þessu svæði þá hefði það áhrif á alla heimsbyggðina.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm„Því miður hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér og hann er kominn á þennan stað að miklu fleiri ríkjum stafar ógn af Norður-Kóreu heldur en nokkurn tíman áður. Við höfum bæði hvatt öryggisráðið til að taka á þessu máli og styðjum ákvarðanir þess um viðskiptaþvinganir og höfum verði sömuleiðis meðflutningsaðili að ályktunum þar sem kjarnorkuvopnaáætlanir og eldflaugatilraunir eru fordæmdar en auk þess hvatt til stillingar og sátta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu.Orð forsetans túlkuð sem hótun Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og brennisteini“ á þeirri stærðargráðu sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum en í gær sagði Trump ennfremur á Twitter síðu sinni að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. Guðlaugur Þór segir kollega sinn í Bandaríkjunum, Rex Tillerson, leggja allt sitt að mörkum til að lægja öldurnar í deilunni. Hwasong-12 eldflaugarnar í vopnabúri Norður Kóreu eru taldar hafa drægni upp á 10 þúsund kílómetra og öll Evrópa innan þeirrar drægni. Ljóst er hinsvegar að Ísland er hvergi nærri á meðal skotmarka Norður Kóreu. „Þó við teljum að okkur stafi ekki bein ógn af þessu þá breytir það ekki því að ef það myndi brjótast út einhver átök á þessu svæði þá hefði það áhrif á alla heimsbyggðina.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00