Utanríkisráðherra segir að Kóreudeilan varði heimsbyggðina alla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. ágúst 2017 13:56 Þessari Hwasong-14 var skotið upp frá Norður-Kóreu í júlí í tilraunaskyni. Flaugin er talin geta dregið rúma 10.000 kílómetra. vísir/afp Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm„Því miður hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér og hann er kominn á þennan stað að miklu fleiri ríkjum stafar ógn af Norður-Kóreu heldur en nokkurn tíman áður. Við höfum bæði hvatt öryggisráðið til að taka á þessu máli og styðjum ákvarðanir þess um viðskiptaþvinganir og höfum verði sömuleiðis meðflutningsaðili að ályktunum þar sem kjarnorkuvopnaáætlanir og eldflaugatilraunir eru fordæmdar en auk þess hvatt til stillingar og sátta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu.Orð forsetans túlkuð sem hótun Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og brennisteini“ á þeirri stærðargráðu sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum en í gær sagði Trump ennfremur á Twitter síðu sinni að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. Guðlaugur Þór segir kollega sinn í Bandaríkjunum, Rex Tillerson, leggja allt sitt að mörkum til að lægja öldurnar í deilunni. Hwasong-12 eldflaugarnar í vopnabúri Norður Kóreu eru taldar hafa drægni upp á 10 þúsund kílómetra og öll Evrópa innan þeirrar drægni. Ljóst er hinsvegar að Ísland er hvergi nærri á meðal skotmarka Norður Kóreu. „Þó við teljum að okkur stafi ekki bein ógn af þessu þá breytir það ekki því að ef það myndi brjótast út einhver átök á þessu svæði þá hefði það áhrif á alla heimsbyggðina.“ Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Norður Kórea er að leggja lokahönd á áætlun um að gera eldflaugaárás á Gvam. Utanríkisráðherra Íslands segir Kóreudeiluna varða heimsbyggðina alla. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu segja að her landsins sé að leggja lokahönd á áætlun um að skjóta fjórum eldflaugum að Kyrrahafseyjunni Gvam þar sem Bandaríkjamenn eru með herstöðvar. Áætlunin verði send til Kim Jong-un um miðjan mánuðinn. Samkvæmt áætluninni verður fjórum Hwasong-12-eldflaugum skotið frá Norður-Kóreu, yfir Japan og þær látnar lenda í hafinu 30-40 kílómetrum undan ströndum Gvam, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast vel með þróun mála.Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.Vísir/Vilhelm„Því miður hafa menn ýtt þessum vanda á undan sér og hann er kominn á þennan stað að miklu fleiri ríkjum stafar ógn af Norður-Kóreu heldur en nokkurn tíman áður. Við höfum bæði hvatt öryggisráðið til að taka á þessu máli og styðjum ákvarðanir þess um viðskiptaþvinganir og höfum verði sömuleiðis meðflutningsaðili að ályktunum þar sem kjarnorkuvopnaáætlanir og eldflaugatilraunir eru fordæmdar en auk þess hvatt til stillingar og sátta,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu.Orð forsetans túlkuð sem hótun Orð Trump um að hann muni mæta Norður-Kóreumönnum með „eld og brennisteini“ á þeirri stærðargráðu sem jarðarbúar hafi aldrei séð áður láti þeir ekki af hótunum í garð Bandaríkjanna hafa verið túlkuð sem hótun um að beita kjarnavopnum en í gær sagði Trump ennfremur á Twitter síðu sinni að kjarnorkuvopnabúr Bandaríkjanna væri öflugra en nokkru sinni fyrr. Guðlaugur Þór segir kollega sinn í Bandaríkjunum, Rex Tillerson, leggja allt sitt að mörkum til að lægja öldurnar í deilunni. Hwasong-12 eldflaugarnar í vopnabúri Norður Kóreu eru taldar hafa drægni upp á 10 þúsund kílómetra og öll Evrópa innan þeirrar drægni. Ljóst er hinsvegar að Ísland er hvergi nærri á meðal skotmarka Norður Kóreu. „Þó við teljum að okkur stafi ekki bein ógn af þessu þá breytir það ekki því að ef það myndi brjótast út einhver átök á þessu svæði þá hefði það áhrif á alla heimsbyggðina.“
Norður-Kórea Tengdar fréttir Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42 Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33 Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Íbúar Gvam áhyggjufullir vegna Norður-Kóreu Íbúar eyjunnar litlu eru um 163 þúsund og eru þau bandarískir ríkisborgarar og þar halda Bandaríkin út nokkrum herstöðvum. 9. ágúst 2017 17:42
Norður-Kóreumenn tilbúnir í eldflaugaárás á Gvam von bráðar Her Norður-Kóreu er sagður leggja lokahönd á áætlun um að skjóta eldflaugum að Gvam. Ríkisfjölmiðlar einræðisríkisins segja Donald Trump Bandaríkjaforseta of „skyni skroppinn“ til að hægt sé að eiga viðræður við hann. 10. ágúst 2017 08:33
Bandaríkjamenn munu verja sig og sína Norður-Kórea hótar að ráðast á bandarísku eyjuna Gvam. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Bandaríkin muni verja sig og sína bandamenn. Nýjar langdrægar eldflaugar Norður-Kóreumanna gætu náð allt til New York. 10. ágúst 2017 06:00