Konan sem barðist gegn Brexit fær hótanir um sýruárásir Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:50 Miller hefur mátt þola hótanir og ofsóknir eftir að hún höfðaði mál gegn ríkisstjórninni til að tryggja að breska þingið fengi að taka afstöðu til Brexit. Vísir/AFP Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún. Brexit Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Gina Miller, bresk kona sem vann mál fyrir dómstólum sem neyddi ríkisstjórnina til að leggja Brexit fyrir þingið, segist hafa fengið hótanir um sýruárásir um margra mánaða skeið. Hún sé hrædd við að fara út úr húsi og íhugar að yfirgefa Bretland. „Ég hef fengið hótanir um sýru verði skvett í andlitið á mér í marga mánuði. Þegar ég sé einhvern ganga á móti mér úti á götu með vatnsflösku eða eithvað þá fer ég yfir um,“ segir Miller við fréttavefinn Verdict og The Guardian hefur eftir. Hæstiréttur Bretlands staðfesti í janúar að ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra yrði að leggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir breska þingið.Verðlaun boðin þeim sem æki yfir hanaMiller höfðaði málið upphaflega og hefur hún orðið skotspónn æstra stuðningsmanna Brexit fyrir vikið. Hún er eigandi fyrirtækis og er ættuð frá Bresku Gvæjana. Nýlega var fimmtugur karlmaður dæmdur í tólf vikna fangelsis fyrir kynþáttaníð gegn Miller á samfélagsmiðlum. Sami maður bauð verðlaun fyrir hvern þann sem æki á Miller rétt eftir dóm Hæstaréttar. Öryggisverðir gæta Miller nú allan sólahringinn og heldur fjölskylda hennar sig nú heima við um helgar til að forðast uppnám ef hún lætur sjá sig úti við. „Ef þetta verður einhvern tímann of mikið út frá öryggissjónarmiðum, ef ég settist niður með lögreglusveitunum og okkur fyndist þetta vera virkilega alvarleg hótun, þá þyrfti ég að íhuga alvarlega að yfirgefa Bretland,“ segir hún.
Brexit Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira