Saka Norðmenn um að leika tveimur skjöldum í loftslagsbaráttunni Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 11:16 Telji menn olíu- og gasútflutning Norðmanna með eru þeir einhverjir mestu losendur gróðurhúsalofttegunda á byggðu bóli. Vísir/AFP Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð. Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Olía og gas í Barentshafi sem norsk stjórnvöld hafa gefið út rannsóknarleyfi fyrir gæti bætt tólf milljörðum tonna kolefnis út í lofthjúp jarðar næstu fimmtíu árin. Samtök sem stór alþjóðleg náttúruverndarsamtök standa að baki segja þetta grafa undan markmiðum Parísarsamkomulagsins. Í skýrslu samtakanna Oil Change International sem stór náttúruverndasamtök eins og World Wildlife Fund og Grænfriðungar standa að baki er bent á misræmið á milli öflugra loftslagsaðgerða Norðmanna heima fyrir og stöðu Noregs sem stærsta útflytjanda jarðefnaeldsneytis í Evrópu. Norsk stjórnvöld hafa aldrei gefið út fleiri rannsóknarleyfi fyrir olíu- og gasleit í Barentshafi en á þessu ári. Alls hafa leyfi verið gefin út fyrir 93 svæði, að því er kemur fram í skýrslunni. Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hlýnun jarðar innan við 2°C og helst innan við 1,5°C til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Menn losa nú rúma þrjátíu milljarða tonna koltvísýringsígilda árlega.Segja Norðmenn sjöundu stærstu losendur heimsLosun gróðurhúsalofttegunda sem gæti hlotist af olíunni og gasinu þar gæti verið helmingi meiri en sú sem kemur frá borpöllum sem Norðmenn eiga núna og eru með í smíðum, að því er segir í frétt The Guardian um skýrsluna. „Noregur getur ekki verið leiðtogi í loftslagsmálum á sama tíma og landið reiðir sig á nýja olíu- og gasframleiðslu,“ segir Hannah McKinnon frá Oil Change International. Norsk stjórnvöld hafna þeim málflutningi á þeim forsendum að hefð sé fyrir því að líta svo á að ábyrgð á losun gróðurhúsalofttegunda liggi hjá þeim sem neyta jarðefnaeldsneytis frekar en hjá þeim sem vinna það. Höfundar skýrslunnar benda aftur á móti að Norðmenn flytja út tíu sinnum meira kolefni en þeir brenna sjálfir. Sé útflutningurinn tekinn með í reikninginn eru Norðmenn sjöundu stærstu losendur heims þrátt fyrir að vera tiltölulega fámenn þjóð.
Loftslagsmál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira