Framleiðandi Firefox-vafrans tekur á gervifréttum Kjartan Kjartansson skrifar 10. ágúst 2017 10:05 Mozilla telur gervifréttir ganga gegn markmiði sínu um að veraldarvefurinn sé opin auðlind fyrir almenning um allan heim. Vísir/AFP Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla sem stendur að baki Firefox-vefvafranum stefnir á samstarf við fyrirtæki og hagsmunahópa um hvernig hægt sé að ráða bót á dreifingu gervifrétta á netinu. Katharina Borchert, yfirmaður nýsköpunar hjá Mozilla, segir að barátta gegn gervifréttum sé náttúrulegt viðfangsefni fyrir fyrirtækið þar sem að villandi upplýsingar af þessu tagi gangi þvert á yfirlýst markmið þess um að netið sé alþjóðlegur upplýsingagrunnur fyrir almenning. „Ef okkur tekst ekki að draga úr þeirri andlegu byrði á fólk að þurfa að hafa stanslausar áhyggjur af því hvort að upplýsingar séu trúverðugar þá dregur það úr gildi opins internets fyrir alla sem taka þátt og veldur mörgum vandamálum í framtíðinni,“ segir Borchert við Business Insider.Rannsakaði útbreiðslu og áhrif gervifrétta í kringum kosningarVerkefni Mozilla nefnist Upplýsingatraustsfrumkvæði Mozilla (e. Mozilla Information Trust Inititative). Í tengslum við það ætlar fyrirtækið að birta skýrslu um áhrif gervifrétta á netverja. Mozilla rannsakaði fréttalestur notenda sem samþykktu að taka þátt á tímabili fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Skýrslan mun sýna hversu útbreiddar gervifréttir voru og hvaða áhrif þær höfðu á hegðun fólks. Biður fyrirtækið önnur fyrirtæki um að fara yfir sín gögn til að hægt sé að auka skilning á gervifréttum enn frekar. Tilgangurinn er að netfyrirtæki geti komið sér saman um hvernig þau rannsaka gervifréttir og útbreiðslu þeirra. Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtækið Mozilla sem stendur að baki Firefox-vefvafranum stefnir á samstarf við fyrirtæki og hagsmunahópa um hvernig hægt sé að ráða bót á dreifingu gervifrétta á netinu. Katharina Borchert, yfirmaður nýsköpunar hjá Mozilla, segir að barátta gegn gervifréttum sé náttúrulegt viðfangsefni fyrir fyrirtækið þar sem að villandi upplýsingar af þessu tagi gangi þvert á yfirlýst markmið þess um að netið sé alþjóðlegur upplýsingagrunnur fyrir almenning. „Ef okkur tekst ekki að draga úr þeirri andlegu byrði á fólk að þurfa að hafa stanslausar áhyggjur af því hvort að upplýsingar séu trúverðugar þá dregur það úr gildi opins internets fyrir alla sem taka þátt og veldur mörgum vandamálum í framtíðinni,“ segir Borchert við Business Insider.Rannsakaði útbreiðslu og áhrif gervifrétta í kringum kosningarVerkefni Mozilla nefnist Upplýsingatraustsfrumkvæði Mozilla (e. Mozilla Information Trust Inititative). Í tengslum við það ætlar fyrirtækið að birta skýrslu um áhrif gervifrétta á netverja. Mozilla rannsakaði fréttalestur notenda sem samþykktu að taka þátt á tímabili fyrir og eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Skýrslan mun sýna hversu útbreiddar gervifréttir voru og hvaða áhrif þær höfðu á hegðun fólks. Biður fyrirtækið önnur fyrirtæki um að fara yfir sín gögn til að hægt sé að auka skilning á gervifréttum enn frekar. Tilgangurinn er að netfyrirtæki geti komið sér saman um hvernig þau rannsaka gervifréttir og útbreiðslu þeirra.
Tækni Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira