Dæmi eru um að erlendir ferðamenn tjaldi aftan við Keflavíkurflugstöðina við komu til landsins. Síðast er vitað til að þetta hafi gerst aðfaranótt sunnudags.
Gunnar Kr. Sigurðsson hjá Isavia staðfestir að þetta hafi gerst nokkrum sinnum á sumrin, þetta sé þó ekki algengt. „Þetta er mjög sjaldgæft, við verðum vör við þetta annað slagið. Kannski örfá skipti á sumri. Það er bannað að tjalda á lóð flugstöðvarinnar. Við höfum því vísað fólki frá og beðið það um að finna aðra gistingu, en það hefur ekki verið sektað,“ segir Gunnar.
Talsvert hefur verið um að erlendir ferðamenn tjaldi á óhefðbundnum stöðum þar sem ekki má tjalda. Í byrjun mánaðarins vakti athygli þegar einn tjaldaði við hlið Hörpu tónlistarhúss.
Ferðamenn tjalda bak við flugstöðina

Tengdar fréttir

Ferðamenn halda til á bílastæði í Laugardal
Búðareigandi á svæðinu hefur áhyggjur af stöðu mála. Ferðamennirnir nýta sér ekki tjaldsvæði í næstu götu.

Túristar tjalda á miðjum vegi
Furðusögur úr ferðamálabransanum ætla engan enda að taka.