Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Hjónin Lora og Eric Newman með börnunum fimm. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í tólf vikur sumarið 2016 og safnaði efni á vefsíðuna. Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira