Ekki hitt eiginmanninn í fimm ár og vill skilnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Eiginmanni konunnar er gert að mæta í dómsal hér á landi í næsta mánuði, þrátt fyrir árangurslausar stefnur þess eðlis í Víetnam. Vísir/GVA Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira
Víetnömsk kona búsett hér á landi hefur stefnt eiginmanni sínum, búsettum í Víetnam. Vill hún að henni verði veittur lögskilnaður en hjónin hafa ekki hist frá því í febrúar 2012. Afar illa hefur gengið að ná til mannsins í Víetnam. Í stefnunni, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að konan hafi verið búsett hér á landi frá árinu 2001. Í einni af ferðum hennar til Víetnam kynntist hún samlanda hennar og giftu þau sig árið 2010. Stefndu þau að því búa hér á landi en eiginmaður hennar fékk ekki dvalarleyfi.Kynntist íslenskum manni Konan vildi áfram búa hér á landi og slitnaði upp úr sambandi þeirra þar sem þau gátu ekki átt sameiginlegt heimili á Íslandi. Framan af hjónabandi hittust þau þegar konan heimsótti heimaland, og þá aðeins um nokkurra vikna skeið. Hafa þau ekki hist frá því á árinu 2012 og kynntist konan íslenskum manni eftir að slitnaði upp úr samskiptum hennar við eiginmanninn. Eiga hún og íslenski maðurinn saman barn. Krafa konunnar um lögskilnað er byggð á 37. grein hjúskaparlaga þar sem segir að hafi hjón slitið samvistum vegna ósamlyndis geti hvort þeirra krafist lögskilnaðar þegar samvistaslit hafi staðið í tvö ár hið skemmsta.Fimm tilraunir í Víetnam Í stefnunni segir að konan hafi undanfarin ár gert ítrekaðar tilraunir til þess að birta eiginmanni hennar stefnu í heimalandi þeirra, alls fimm sinnum. Í stefnunni segir að það hafi sýnt sig að stjórnvöld í Víetnam „virðast ófær um að sinna skyldum sínum til birtingar á stefnu í máli þessu.“ Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í næsta mánuði og er eiginmanni konunnar stefnt til að mæta í dómsal héraðsdóms, ella megi hann gera ráð fyrir því að útivistardómur gangi í málinu, það er að dæmt verði í málinu að honum fjarstöddum.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Sjá meira