Segir stjórnmálamenn gjarnan misskilja hlutverk Alþingis Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2017 13:50 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir algengt að fólk misskilji hlutverk Alþingis. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, þingflokksformaður Bjartrar Framtíðar hefur gagnrýnt óskilvirkni þingsins. Mynd/samsett Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur. Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, telur of marga misskilja hlutverk þingmanna á Alþingi. Það sé ekki þeirra að framkvæma beint eða móta stefnur, heldur sé hlutverk þeirra að takast á um stefnur fyrir hönd umbjóðenda sinna sem séu grasrót stjórnmálaflokka sem í raun myndi stefnuna. Fréttastofa leitaði til hans í tilefni ummæla Theódóru S. Þorsteinsdóttur um óskilvirkni og hlutverk Alþingis. Hún ætlar að segja af sér þingmennsku um áramótin og einbeita sér að sveitastjórnarstiginu. Theodóra tilkynnti um ákvörðun sína í viðtali við Kópavogsblaðið um helgina. Hún ætlar að einbeita sér að sveitastjórnarmálum í Kópavogi þar sem hún er forseti Bæjarstjórnar. Í viðtalinu segir hún að ólíkt störfum í Kópavogi segir hún þingmennskuna vera meira eins og málstofu en snúist ekki um stefnumótun og framkvæmd verkefna eins og hún þekki af sveitarstjórnarstiginu. Hún njóti sín betur á sviði sveitastjórnanna og því kjósi hún þann vettvang meðal annars umfram þingið. „Þingstörfin hafa komið mér á óvart og snúast ekki, ólíkt störfum í sveitarfélaginu, um stefnumótun og framkvæmd verkefna. Þau eru meira eins og málstofa. Flest mál sem samþykkt eru koma úr ráðuneytum í gegnum ríkisstjórn. Við þingmenn höfum svo það hlutverk að fjalla um þau en komum hvergi að neinni stefnumótun eða ákvarðanatöku um strauma og stefnur,“ sagði Theódóra í samtali við Kópavogsblaðið um helgina. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Bifröst segir algengt að fólk misskilji hvert hlutverk þingmanna og Alþingis sé. „Þingmannsstarfið er í eðli sínu valdastaða í íslenskum stjórnmálum. Það eru engir aðrir sem eru betur færir til þess að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins heldur en þingmenn og það gera þeir með aðhaldi sínu gagnvart framkvæmdavaldinu. En til þess að það sé bit í því aðhaldi þá þurfa þeir að hafa stjórnmálaflokk, sem er alvöru fjöldahreyfing, á bakvið sig til þess að aðstoða þá við taumhaldið gagnvart stjórnvöldum og misskilningurinn felst í því að halda að stefnumótunin eigi að fara fram innan Alþingis. Stefnumótunin fer fram innan stjórnmálaflokka sem eru fjöldahreyfingar og fulltrúarnir bera þá stefnumótun inn á Alþingi sem er í eðli sínu átaka-og baráttuvettvangur þar sem er tekist er á um þær stefnur sem eru mótaðar innan stjórnmálaflokkanna,“ segir Eiríkur.
Alþingi Tengdar fréttir Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07 Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Furða sig á ákvörðun Theodóru Núverandi og fyrrverandi þingmenn gagnrýna ákvörðun Theodóru S. Þorsteinsdóttur að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 13:07
Theodóra hættir á „óskilvirku“ Alþingi Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar í Kópavogi og þingmaður flokksins fyrir Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku um næstu áramót. 26. ágúst 2017 08:42