Óskar eftir fundi vegna áhuga Kínverja á Neðri-Dal Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2017 11:45 Lilja Alfreðsdóttir segir mikilvægt að þingheimur fái upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað. Samsett/Stefán/Stakkafell Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins. Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fljúga frá Keflavík vegna bilunar í Reykjavík Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í kjölfar áhuga kínverskra fjárfesta á kaupum á jörðinni Neðri-Dal í Biskupstungum. Hún vill fá upplýsingar um hvernig eftirliti með landakaupum erlendra aðila sé háttað.Fréttablaðið greindi frá því í morgun að jörðin, sem er næsta jörð við Geysissvæðið í Haukadal, væri í söluferli. Ásett verð er 1,2 milljarðar og hafa kínverskir fjárfestar áhuga á jörðinni með það fyrir augum að byggja upp ferðamannatengdan iðnað. Í samtali við Vísi segir Lilja að mikilvægt sé að þingmenn fái yfirlit yfir landakaup erlendra aðila að svo yfirsýn fáist á umfangi þeirra hér á landi og hvort að greina megi aðgerðarleysi stjórnvalda í þessum efnum. Vitnar hún til laga um eignarétt og afnotarétt fasteigna þar sem varnaglar eru settir við landakaupum erlendra aðila. „Ég vil að lagaumgjörðinni sé fylgt og við þurfum að fá upplýsingar um að það sé örugglega verið að gera það,“ segir Lilja. „Þar er búið að setja ákveðnar hindranir og svo getur ráðherrann komið inn í það og afnumið það.“ Segir Lilja að hún hafi fengið veður af því erlendir aðilar hafi í auknum mæli áhuga á jörðum og að fólk hafi lýst yfir áhyggjum sínum vegna þess. Því sé mikilvægt að fá upplýsingar um það hvernig dómsmálaráðuneytið framfylgi lögunum. „Ég vil bara fá stöðuna, hvernig þetta lítur út og að þeir aðilar sem eigi að fylgja þessu eftir hafi ekki örugglega yfirsýnina. Þetta er eitt af því sem vekur mann til umhugsunar um hvað er hægt að kaupa mikið af landinu.“ Segir Lilja að hún reikni ekki með öðru en að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar verði við ósk hennar um fund í nefndinni vegna málsins.
Alþingi Tengdar fréttir Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að fljúga frá Keflavík vegna bilunar í Reykjavík Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Kínverjar hafa áhuga á Neðri-Dal Fyrsta milljarðajörðin á Íslandi, Neðri-Dalur í Biskupstungum, gæti verið á leið í hendurnar á kínverskum fjárfestum sem hafa lýst yfir áhuga á jörðinni. Vilja þeir nýta heita vatnið undir ferðaþjónustu. 28. ágúst 2017 07:00