Craig: Ég svaf ekki mikið í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2017 14:30 Craig Pedersen með íslenska hópnum fyrir utan flugvélina sem fór með íslenska liðið til Helsinki. Mynd/KKÍ Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Það eru bara þrír dagar í fyrsta leik Íslands á Eurobasket 2017 og það mátti sjá á íslenska hópnum í Leifsstöð í morgun að það ríkir mikil eftirvænting meðal allra sem taka þátt í þessu stóra verkefni. „Við erum allir mjög spenntir og ég svaf ekki mikið í nótt,“ viðurkenndi Craig Pedersen, þjálfari íslenska körfuboltalandsliðsins rétt fyrir flug íslenska hópsins til Helsinki í morgun. Craig Pedersen er búinn að þjálfa íslenska liðið í þrjú ár en er að fara með íslenska landsliðið í annað skiptið á Evrópumót. Hann var einnig þjálfari liðsins í Berlín fyrir tveimur árum. „Það verður gott að ná að komast sér vel fyrir í Helsinki og geta lagt lokahönd á undirbúninginn á æfingunum úti,“ sagði Craig Pedersen. „Það fylgdi því notaleg tilfinning þegar allir gengu saman inn í Leifsstöð. Það verður samt best að komast þangað,“ sagði Craig. „Þetta verður alveg eins erfitt og síðast og riðilinn okkar er alveg jafnsterkur núna. Það eru NBA-leikmenn í nánast öllum liðunum og leikmenn í bestu liðum Evrópu þannig að þetta verður mjög erfitt. Vonandi náum við að spila vel út allt mótið,“ sagði Craig. „Ég held að reynslan frá því á EM 2015 muni hjálpa okkur mikið en það mun líka hjálpa okkur að hafa spilað á móti mjög sterkum þjóðum í undirbúningsleikjunum og þá sérstaklega að hafa spilað við Rússland og Litháen. Strákarnir stóðu sig nokkuð vel á móti þeim,“ sagði Craig. „Reynsla okkar frá síðasta Evrópumóti í viðbót við góðan undirbúning mun hjálpa okkur mikið,“ sagði Craig. „Við höfum verið án tveggja leikmanna vegna meiðsla (Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson) en það hefur gefið öðrum leikmönnum meiri tækifæri í leikjunum. Það er jákvætt fyrir okkur að þeir hafi fengið að reyna sig á þessu stigi,“ sagði Craig.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45 Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30 Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30 Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30 Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Farnir til Finnlands í sínu fínasta pússi – Myndir Strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu hefja leik á Evrópumótinu í körfubolta á fimmtudaginn þegar þeir mæta Grikklandi í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni. 28. ágúst 2017 08:45
Við verðum að spila af hörku Það kom ekkert á óvart er Craig Pedersen valdi EM-hópinn sinn í gær. Tveir lykilmenn eru að glíma við meiðsli í aðdraganda mótsins. Þjálfarinn segir að liðið þurfi að leggja harðar að sér en andstæðingurinn. 28. ágúst 2017 06:30
Körfuboltaflugfreyjur tóku á móti strákunum í flugvélinni Íslenska karlalandsliðið í körfubolta flaug í morgun til Helsinki í Finnlandi þar sem íslenska liðið mun spila sinn fyrsta leik á EM á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 12:30
Hlynur: Erfitt í morgun að passa að sulla ekki niður á sig Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur farið í margar landsliðsferðirnar en þó aldrei eins flott klæddur og í morgun. 28. ágúst 2017 11:30
Jón Arnór: Við höfum aldrei verið jafn fínir áður Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Finnlands í morgun en þar mun liðið taka þátt í Evrópukeppninni sem hefst í Helsinki á fimmtudaginn. 28. ágúst 2017 09:25