Stefna á að koma með fleiri verslanir til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. ágúst 2017 19:15 Filip Ekvall í verslun H&M í Smáralind OZZO PHOTOGRAPHY „Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“ Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Við erum ótrúlega spennt yfir þessu,“ sagði Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M í Noregi og á Íslandi í samtali við Vísi. Filip hefur starfað fyrir H&M í 11 ár, meðal annars í Svíþjóð, Póllandi, Frakklandi, Suður-Kóreu og Noregi. „Ísland hefur auðvitað verið á okkar radar í langan tíma. Margt þarf að taka til greina þegar tímasetningin er ákveðin. Besta staðsetningin er lykilatriði fyrir okkur og nú höfum við algjörlega fundið hana. Svo höfum við líka tækifærið á að opna strax aðra verslun í Kringlunni svo ég tel þetta vera frábæra leið til þess að koma inn á markaðinn hér.“ Það eru góðar líkur á því að við fáum fleiri verslanir frá H&M fatarisanum til landsins en þeir reka líka vinsælar verslanir eins og Monki, Arket, & Other Stories, Cos, Weekday og Cheap Monday.Barnadeild H&M í SmáralindVísir/Sylvía RutVöruframboðið hér svipað og í öðrum löndum „Fyrir þennan markað erum við að íhuga öll merkin okkar, þau eru öll í umræðunni, við skoðum það þegar tíminn er réttur.“ Auglýsing H&M var fjarlægð úr miðbænum í vikunni eftir kvartanir, sem margar tengdust því að allur textinn á stóra innkaupapokanum var á ensku. Filip segir að það sé venjan að auglýsingaherferðir fyrirtækisins séu að hluta til á ensku. „Við viljum ná til sem flestra viðskiptavina. Það er mikið af ferðamönnum á Íslandi og við viljum ekki takmarka okkur með því að bjóða ekki öllum. „Styrkur H&M er í fjölbreytileikanum í vöruúrvalinu,“ segir Filip. Hann er gríðarlega ánægður með viðbrögð Íslendinga við versluninni og vörunum. „Við miðum við að 80 prósent af vöruframboðinu sé eins í öllum löndum, líka á Íslandi,“ svarar Filip aðspurður að því hvort hér verði eldri vörur en verslanir H&M erlendis. „Við fylgjumst svo með því hvað viðskiptavinirnir kunna að meta og hvað þeir kunna ekki að meta og aðlögum restina útfrá því,“ útskýrir Filip.Dömudeild H&MVísir/Sylvía RutÍslendingar með miklar væntingar Filip segir að H&M ætli að einbeita sér að öllum aldurshópum hér á landi. Fyrirtækið leggur í dag mikla áherslu á sjálfbærni og umhverfisvæna stefnu. „Báðar verslanirnar okkar opna með endurvinnsluprógrammið okkar, en það er að finna í öllum okkar verslunum í heiminum. Allir viðskiptavinir geta komið með notuð efni í verslanir okkar, allt frá rúmfötum upp í föt frá samkeppnisaðilum. Við endurnýtum það sem hægt er að endurnýta og endurvinnum það sem hægt er að endurvinna.“ Þetta endurvinnslufyrirkomulag nýtur mikilla vinsælda til dæmis í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og eru viðskiptavinir duglegir að skila gömlum eða ónýtum H&M flíkum aftur í verslanirnar. Filip segir að mesta áskorun H&M á íslenskum markaði verði að standa undir væntingum Íslendinga. „Það er alltaf okkar stærsta áskorun og efst í okkar forgangsröðun.“ Hann vonar að verslunin standi undir væntingum. „Við höfum beðið lengi og erum loksins komin, það gleður okkur ótrúlega mikið.“
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira