Formaður Mjölnis dregur sig í hlé eftir átök Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 14:58 Jón Viðar ásamt kærustu sinni Sólilju Baltasarsdóttur. Vísir/Stefán Karlsson Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38. Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, ein af aðalsprautunum í íþróttafélaginu Mjölni, hefur ákveðið að draga sig í hlé. Jón var formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu. Það gerði hann fyrir stjórnarfund sem haldinn var á miðvikudaginn. Jón Viðar var ekki sáttur við ýmsar þær breytingar sem ráðist verður í með nýjum hluthöfum. Meðal hluthafa í félaginu Mjölni, sem stofnað var fyrir flutninga félagsins úr Loftkastalanum á Seljavegi og í Keiluhöllina, eru Róbert Wessman og Arnar Gunnlaugsson. Stjórnin vildi að framkvæmdastjórinn Haraldur Nelson yrði ofar í skipuritinu en formaðurinn Jón Viðar. Jón Viðar var ekki sáttur við þá stefnu. Þá hafa verið uppi háværar óánægjuraddir innan félagsins með þá ákvörðun Jóns að ráða kærustu sína sem markaðsstjóra félagsins. Hafa nokkrir af þjálfurum og liðsmenn keppnisliðs Mjölnis yfirgefið félagið undanfarið meðal annars vegna stöðu mála. Niðurstaða fundarins á miðvikudag var sú að Haraldur verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en Jón Viðar dregur sig í hlé. Í færslu á Facebook segir Jón Viðar að hann muni þó áfram starfa í stjórn félagsins - „en meira svona utanfrá“ eins og hann orðar það. Þá muni hann stíga „frá kennslu og daglegum rekstri í smá tíma.“ Hann segir þetta ekki hafa verið auðvelda ákvörðun en hann sé þó ekki horfinn. Ætli „einungis í smá dvala.“ Hann muni í millitíðinni einbeita sér að fjölskyldu og vinum ásamt því að vinna að uppbyggingu annars fyrirtækis sem hann á, ISR - Öryggistök og Neyðarvörn. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná á Jón Viðar og aðra stjórnarmeðlimi Mjölnis síðustu daga en án árangurs. Upphaflega var sagt að ágreiningur hafi verið uppi á milli Jóns og annarra stjórnarmeðlima um ráðningu faglegs framkvæmdastjóra. Það orðalag var ekki nógu skýrt en ágreiningur snerist samkvæmt heimildum Vísis meðal annars um að framkvæmdastjórinn yrði ofar formanni í skipuritinu. Viðtal við Harald má finna hér.Frétt síðast uppfærð klukkan 18:38.
Tengdar fréttir Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07 Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Björt framtíð í Mjölni Björt framtíð í Mjölni Forsvarskarlarnir innan stjórnmálaflokksins Bjartrar framtíðar eru byrjaðir að æfa Víkingaþrek í bardagaklúbbnum Mjölni. 28. nóvember 2012 12:07
Arnar Gunnlaugsson og Róbert Wessman meðal nýrra hluthafa í Mjölni Nýir hluthafar hafa komið að íþróttafélaginu Mjölni og Jón Viðar Arnþórsson dregur sig í hlé sem stjórnarformaður. 26. ágúst 2017 15:55