Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. ágúst 2017 17:53 Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. Maðurinn sem lést var á þrítugsaldri. Hann var lagður inn á bráðageðdeild síðastliðinn mánudag en þá var hann talinn vera í sjálfsvígshættu. Degi síðar, eða á þriðjudeginum, var hann færður á almenna deild. Hann fannst svo látinn í herbergi sínu á spítalanum í gær. Landspítalinn segist ekki vilja tjá sig um málið en aðeins tíu dagar eru frá því að annar karlmaður svipti sig lífi á geðdeildinni. Þá sendi spítalinn frá sér yfirlýsingu þess efnis að ítarleg skoðun muni fara fram og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. Málið var talsvert til umfjöllunar en maðurinn hafði verið í sjálfsvígshugleiðingum og svipti sig lífi um sólarhring eftir innlögn á geðdeild. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu og eftirfylgdar, og stjórnarmaður í Hugarafli, segir málið þyngra en tárum taki og kallar eftir frekari forvarnarstarfi, en Hugarafl og undirsamtökin Pieta Ísland vinna nú að auknum forvörnum og vitundarvakningu. „Við erum fullkomlega vanmáttur sem samfélag, bæði samfélagið okkar og allir sem standa að þessum unga herramanni, þannig að það er mikill sársauki og mikill harmleikur í hvert sinn sem svona gerist. Við viljum gjarnan efla forvarnir á Íslandi. Það er alveg klárt mál að við þurfum að horfast í augu við það að sennilega eru allir að reyna að gera sitt besta, en við erum ekki að gera nógu vel. Það er staðreynd þegar svona gerist,“ segir Auður. Hún segir að auðvelda þurfi fólki að leita sér aðstoðar, en vill sömuleiðis að því sé mætt með meiri kærleik og umhyggju. Utanumhald um fjölskyldur sé ekki síður mikilvægt. „Við Íslandi erum því miður, eins og á síðasta ári, að missa um fjörutíu manns vegna sjálfsvíga. Það er auðvitað alltof alltof margir. Og það er erfitt að leita sér þjónustu í sjálfsvígshættu. Við höfum jú spítalann sem reynir að mæta þessu en okkur vantar og skortir forvarnarvinnu.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20 Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24 „Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Sjá meira
Óásættanlegt að tölur um sjálfsvíg liggi ekki fyrir Þingmaður Pírata gagnrýnir embætti landlæknis fyrir að hafa ekki á reiðum höndum töfræði yfir fjölda sjálfsvíga á heilbrigðisstofnunum. 20. ágúst 2017 15:20
Landspítali mun rannsaka sjálfsvíg Af hálfu Landspítalans mun fara fram ítarleg skoðun á atvikum málsins þegar ungur maður svipti sig lífi á geðdeild Landspítala aðfaranótt 11. ágúst. 14. ágúst 2017 17:24
„Það kemur því miður ekki á óvart að svona gerist“ Formaður Hugarafls segir sjálfsvíg ungs manns inni á geðdeild til marks um hve mikið álag sé á spítalanum og í geðheilbrigðiskerfinu. 14. ágúst 2017 13:30