Svipmynd Markaðarins: Fílar íslenskt rapp í botn Haraldur Guðmundsson skrifar 26. ágúst 2017 10:30 Kristín Erla Jóhannsdóttir, forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans Kristín Erla Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans, en hún hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2014. Áður var hún hjá Kaupþingi og Arion banka, meðal annars á fjármálasviði, í fjárstýringu, eigin viðskiptum og markaðsviðskiptum. Kristín er með BS-gráðu í viðskiptafræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Eflaust þessi gríðarlegu áhrif sem Costco hefur haft. Maður finnur vel fyrir því hvað vöruverð hefur lækkað. Þá hafa erlendir birgjar lækkað verð sín til íslenskra verslana út af hinni nýtilkomnu samkeppni. Þar með aukast lífsgæði okkar allra.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook mest en hef verið að færa mig upp á skaftið á Snapchat undanfarið. Síðan byrjaði ég að nota Endomondo-hlaupaforritið fyrir nokkrum dögum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýt þess að vera með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur börnum. Við skötuhjúin erum miklir matgæðingar og elskum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir. Vinir og vandamenn eru yfirleitt notaðir sem tilraunadýr í matarboðum. Ég hef afar gaman af því að ferðast og ætli Spánn sé ekki í efsta sæti, ásamt Ítalíu. Ég bjó á Spáni í eitt ár og elska landið og menninguna. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og hef verið að fikra mig áfram í golfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki í mínu besta formi í dag. Maður bætti á sig í barneignum en nú finn ég sterka löngun til að koma mér aftur í gott form. Ég hef verið að mæta í danstíma, zumba og tabata-tíma í World Class hjá systur minni, Indíönu Nönnu. Slíkir tímar henta mér afar vel. Inn á milli skelli ég mér út að skokka en þá er afar mikilvægt að vera með góða tónlist í eyrunum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á flest og reyni að fylgjast með hvað er vinsælast. Madonna hefur alltaf verið mitt uppáhald, auk þess sem ég er með veikan blett fyrir 80’s tónlist. Síðan hlusta börnin mín mikið á íslenskt rapp. Ég hélt að það væri ekki minn tebolli en ég er farin að fíla það í botn!Ertu í þínu draumastarfi? Algjörlega. Ég hef alla tíð verið námshestur, metnaðargjörn og með mikið keppnisskap. Við þetta bætist að ég er mikil félagsvera. Þessir eiginleikar henta minni vinnu vel því þar blandast saman áhuginn á fræðunum og félagslegi þátturinn. Ég hef starfað lengi í bankageiranum og með tímanum jókst áhugi minn á stjórnun. Starf mitt sem forstöðumaður hjá Eignastýringu í Landsbankanum er svo sannarlega draumastarf og ég hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kristín Erla Jóhannsdóttir er forstöðumaður Eignastýringar - þjónustu, hjá Mörkuðum Landsbankans, en hún hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2014. Áður var hún hjá Kaupþingi og Arion banka, meðal annars á fjármálasviði, í fjárstýringu, eigin viðskiptum og markaðsviðskiptum. Kristín er með BS-gráðu í viðskiptafræði, hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum, og situr hér fyrir svörum í Svipmynd Markaðarins.Hvað hefur komið þér mest á óvart það sem af er ári? Eflaust þessi gríðarlegu áhrif sem Costco hefur haft. Maður finnur vel fyrir því hvað vöruverð hefur lækkað. Þá hafa erlendir birgjar lækkað verð sín til íslenskra verslana út af hinni nýtilkomnu samkeppni. Þar með aukast lífsgæði okkar allra.Hvaða app notarðu mest? Ég nota Facebook mest en hef verið að færa mig upp á skaftið á Snapchat undanfarið. Síðan byrjaði ég að nota Endomondo-hlaupaforritið fyrir nokkrum dögum. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ég nýt þess að vera með fjölskyldu minni, eiginmanni og tveimur börnum. Við skötuhjúin erum miklir matgæðingar og elskum að prófa okkur áfram með nýjar uppskriftir. Vinir og vandamenn eru yfirleitt notaðir sem tilraunadýr í matarboðum. Ég hef afar gaman af því að ferðast og ætli Spánn sé ekki í efsta sæti, ásamt Ítalíu. Ég bjó á Spáni í eitt ár og elska landið og menninguna. Þá hef ég mjög gaman af laxveiði og hef verið að fikra mig áfram í golfinu.Hvernig heldur þú þér í formi? Ég verð að viðurkenna að ég er ekki í mínu besta formi í dag. Maður bætti á sig í barneignum en nú finn ég sterka löngun til að koma mér aftur í gott form. Ég hef verið að mæta í danstíma, zumba og tabata-tíma í World Class hjá systur minni, Indíönu Nönnu. Slíkir tímar henta mér afar vel. Inn á milli skelli ég mér út að skokka en þá er afar mikilvægt að vera með góða tónlist í eyrunum.Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á flest og reyni að fylgjast með hvað er vinsælast. Madonna hefur alltaf verið mitt uppáhald, auk þess sem ég er með veikan blett fyrir 80’s tónlist. Síðan hlusta börnin mín mikið á íslenskt rapp. Ég hélt að það væri ekki minn tebolli en ég er farin að fíla það í botn!Ertu í þínu draumastarfi? Algjörlega. Ég hef alla tíð verið námshestur, metnaðargjörn og með mikið keppnisskap. Við þetta bætist að ég er mikil félagsvera. Þessir eiginleikar henta minni vinnu vel því þar blandast saman áhuginn á fræðunum og félagslegi þátturinn. Ég hef starfað lengi í bankageiranum og með tímanum jókst áhugi minn á stjórnun. Starf mitt sem forstöðumaður hjá Eignastýringu í Landsbankanum er svo sannarlega draumastarf og ég hlakka til á hverjum morgni að mæta í vinnuna.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira