Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Kjartan Kjartansson skrifar 16. desember 2025 10:13 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er utanríkisráðherra. Þegar ráðuneytið hennar kynnti samkomulagið um makrílveiðar var haft eftir henni að Ísland hefði ríka hagsmuni af því að samkomulag næðist um veiðarnar. Vísir/Ívar Fannar Hagsmunasamtök sjávarútvegsfyrirtækja finna samkomulagi um makrílveiðar sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórnar hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. Utanríkisráðuneytið tilkynnti um samkomulagið við Noreg, Bretland og Færeyjar í morgun, það fyrsta sem Ísland gengst undir frá því að makrílveiðar hófust af krafti í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 10,5 prósent af heildarmakrílkvótanum samkvæmt samkomulaginu en enn á eftir að semja við Evrópusambandið og Grænland sem gera einnig tilkall til makrílsins. Þetta segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) rúmlega þriðjungslækkun frá 16,5 prósenta hlut Íslands undanfarin ár. Ekkert hinna ríkjanna taki á sig svo umfangsmikla lækkun á hlut sínum. „Það veldur sérstökum vonbrigðum að íslensk stjórnvöld hafi fallist á að Ísland væri með lægri hlut en Færeyjar. Fátt ef nokkuð styður þá niðurstöðu og nægir þar að líta til viðveru makríls í lögsögu ríkjanna í árlegum sumarleiðangri rannsóknaskipa undanfarna tvo áratugi,“ segir í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í morgun. Skilyrði Norðmanna færi störf og tekjur frá Íslandi til Noregs SFS telja verulega hagsmuni Íslands og áralanga baráttu fyrir sanngjörnum strandríkjahlut landsins að litlu höfð með ákvörðun ráðherra að skrifa undir samkomulagið. Með samkomulaginu fá íslensk skip aðgang að bæði norsku og færeysku lögsögunni til að veiða markíl. SFS segja það almennt jákvætt að fá slíkan sveigjanleika. Skilyrði sem Norðmenn setji fyrir veiðunum séu hins vegar skaðleg íslenskum hagsmunum. Íslenskum skipum beri þannig að bjóða tvo þriðju hluta afla síns upp í gegnum Norska síldarsölusamlagið sem sé einokunarmarkaður í eigu norskra útgerða. Eftirlitsstofnun EFTA fjalli nú um lögmæti hans. Skilyrði Norðmanna tryggi í raun norskum fiskvinnslum verulegt forskot til kaupa á íslenskum afla vegna nálægðar við miðin. „Hætt er við að með þessu fyrirkomulagi bresti forsendur fyrir vinnslu hlutaðeigandi afla hér heima og þar með tapist verðmæt störf, tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og stórt skattspor við vinnslu hráefnisins á Íslandi. Mikilvægum þætti í samkeppnishæfni Íslands, samþættingu veiða og vinnslu, er aukinheldur stefnt í hættu.“ Leiði til ofveiði á makríl Þá gagnrýna samtökin að þau hafi ekki fengið aðild að viðræðunum þó að þau hafi verið upplýst um gagn þeirra. Halda þau því einnig fram að með samkomulaginu sé vísindaleg ráðgjöf um veiðarnar virt að vettugi. Heildaraflinn sem ríkin ætli að deila með sér þýði að veiðin á makríl verði ríflega 120 prósent umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins þegar veiðar ESB-ríkja og Grælendinga séu teknar með í reikninginn. „Það má með sanngirni velta þeirri spurningu fyrir sér hvað hafi réttlætt svo verulega eftirgjöf af hagsmunum lands og þjóðar. Sjálfbærar veiðar, samþætting veiða og vinnslu og veruleg verðmætasköpun með fullvinnslu afurða hér heima hafa verið ráðandi þættir í ríku framlagi sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Nýgert samkomulag vegur því miður þungt að þessum mikilvægu styrkleikum og færir grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti að ósekju,“ segir í yfirlýsingu SFS. Utanríkisráðuneytið hafði eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að Ísland hefði ríka hagsmuni af því að samkomulag næðist um makrílveiðarnar til þess að hægt væri að byggja upp stofninn eftir langvarandi ofveiði. „Ísland axlar hér ábyrgð, með nágrönnum okkar, á sjálfbærni veiðanna,“ var haft eftir ráðherranum í tilkynningu ráðuneytisins í morgun. Sjávarútvegur Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Makrílveiðar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Utanríkisráðuneytið tilkynnti um samkomulagið við Noreg, Bretland og Færeyjar í morgun, það fyrsta sem Ísland gengst undir frá því að makrílveiðar hófust af krafti í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 10,5 prósent af heildarmakrílkvótanum samkvæmt samkomulaginu en enn á eftir að semja við Evrópusambandið og Grænland sem gera einnig tilkall til makrílsins. Þetta segja Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) rúmlega þriðjungslækkun frá 16,5 prósenta hlut Íslands undanfarin ár. Ekkert hinna ríkjanna taki á sig svo umfangsmikla lækkun á hlut sínum. „Það veldur sérstökum vonbrigðum að íslensk stjórnvöld hafi fallist á að Ísland væri með lægri hlut en Færeyjar. Fátt ef nokkuð styður þá niðurstöðu og nægir þar að líta til viðveru makríls í lögsögu ríkjanna í árlegum sumarleiðangri rannsóknaskipa undanfarna tvo áratugi,“ segir í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í morgun. Skilyrði Norðmanna færi störf og tekjur frá Íslandi til Noregs SFS telja verulega hagsmuni Íslands og áralanga baráttu fyrir sanngjörnum strandríkjahlut landsins að litlu höfð með ákvörðun ráðherra að skrifa undir samkomulagið. Með samkomulaginu fá íslensk skip aðgang að bæði norsku og færeysku lögsögunni til að veiða markíl. SFS segja það almennt jákvætt að fá slíkan sveigjanleika. Skilyrði sem Norðmenn setji fyrir veiðunum séu hins vegar skaðleg íslenskum hagsmunum. Íslenskum skipum beri þannig að bjóða tvo þriðju hluta afla síns upp í gegnum Norska síldarsölusamlagið sem sé einokunarmarkaður í eigu norskra útgerða. Eftirlitsstofnun EFTA fjalli nú um lögmæti hans. Skilyrði Norðmanna tryggi í raun norskum fiskvinnslum verulegt forskot til kaupa á íslenskum afla vegna nálægðar við miðin. „Hætt er við að með þessu fyrirkomulagi bresti forsendur fyrir vinnslu hlutaðeigandi afla hér heima og þar með tapist verðmæt störf, tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar og stórt skattspor við vinnslu hráefnisins á Íslandi. Mikilvægum þætti í samkeppnishæfni Íslands, samþættingu veiða og vinnslu, er aukinheldur stefnt í hættu.“ Leiði til ofveiði á makríl Þá gagnrýna samtökin að þau hafi ekki fengið aðild að viðræðunum þó að þau hafi verið upplýst um gagn þeirra. Halda þau því einnig fram að með samkomulaginu sé vísindaleg ráðgjöf um veiðarnar virt að vettugi. Heildaraflinn sem ríkin ætli að deila með sér þýði að veiðin á makríl verði ríflega 120 prósent umfram ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins þegar veiðar ESB-ríkja og Grælendinga séu teknar með í reikninginn. „Það má með sanngirni velta þeirri spurningu fyrir sér hvað hafi réttlætt svo verulega eftirgjöf af hagsmunum lands og þjóðar. Sjálfbærar veiðar, samþætting veiða og vinnslu og veruleg verðmætasköpun með fullvinnslu afurða hér heima hafa verið ráðandi þættir í ríku framlagi sjávarútvegs til hagvaxtar og góðra lífskjara hér á landi. Nýgert samkomulag vegur því miður þungt að þessum mikilvægu styrkleikum og færir grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti að ósekju,“ segir í yfirlýsingu SFS. Utanríkisráðuneytið hafði eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, að Ísland hefði ríka hagsmuni af því að samkomulag næðist um makrílveiðarnar til þess að hægt væri að byggja upp stofninn eftir langvarandi ofveiði. „Ísland axlar hér ábyrgð, með nágrönnum okkar, á sjálfbærni veiðanna,“ var haft eftir ráðherranum í tilkynningu ráðuneytisins í morgun.
Sjávarútvegur Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Makrílveiðar Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira