Verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar Guðný Hrönn skrifar 25. ágúst 2017 10:00 Helga segir Take back the beach-verkefnið hafa breytt hugsunarhætti sínum. Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is Ljósmyndarar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Ljósmyndarinn Helga Nína Aas hefur undanfarna daga birt á Instagram ljósmyndir sínar af íslenskum konum í sundfötum. Ljósmyndirnar eru unnar í samstarfi við bandaríska vefinn Refinery 29 og verkefnið á að vekja fólk til umhugsunar um líkamsímynd. „Þetta byrjar þannig að Amanda Gorence hjá Refinery 29 hefur samband við mig og kynnir þessa hugmynd fyrir mér,“ segir ljósmyndarinn Helga Nína aðspurð hvernig það kom til að hún tók þátt í verkefninu sem heitir Take back the beach sem snýst um líkamsímynd kvenna. „Þetta eru sem sagt portrett-myndir af konum í sundfötunum og svo fylgir smá texti með hverri mynd. Í textanum er frásögn kvennanna um hvernig hefur verið talað um líkama þeirra, hvernig þær horfa á líkama annarra kvenna og bara líkamsímynd almennt,“ segir Helga Nína þegar hún er beðin um að lýsa verkefninu. „Ég held að fjölmiðlar hafi alveg svakalega áhrif á okkur og margt fólk er rosalega upptekið af því að passa inn í ákveðið box hvað varðar útlit. Og við erum oft upptekin af því að flokka fólk eftir útliti,“ útskýrir Helga Nína.Sýnishorn úr myndaþætti Helgu Nínu.MYND/REFINERY29Helga Nína segir markmið verkefnisins vera að vekja fólk til umhugsunar og sjálf er hún orðin meðvitaðri um útlitsdýrkun og líkamsímynd síðan hún tók þátt í því. „Verkefnið á að fá okkur til að pæla aðeins í því hvernig við hugsum um og lítum á líkama. En þetta er stanslaus barátta því maður dettur gjarnan í það að horfa á fólk t.d. á netinu og hugsa: „Vá hvað þessi er flott, vel klædd, með flottan líkama,“ og svo framvegis. En maður verður að stoppa sig af og minna sig á að maður er ekki í neinni samkeppni.“ „Ég hef alltaf haft þessar pælingar í undirmeðvitundinni en núna er ég að reyna að spá meira í þetta. Núna reyni ég öllum stundum að meta hvort hugsanir mínar og hugmyndir séu heilbrigðar. Það er ekki nóg að velta þessu fyrir sér einu sinni, maður þarf stöðugt að minna sig á þessa hluti.“ Lítið mál að finna þátttakendurSýnishorn úr myndaþættinum sem Helga Nína tók fyrir vefinn Refinery29.MYND/REFINERY29Spurð út í hvernig hún fann konur til að taka þátt í Take back the beach-verkefninu segir Helga Nína: „Ég setti inn opinbera auglýsingu á Facebook og á nokkrum klukkutímum fékk ég fullt af umsóknum. Það var rosalega mikill áhugi fyrir þessu. Þetta eru allt konur sem vilja vera partur af þessari hreyfingu: að brjóta niður þetta „bodyshaming“ sem er svo algengt. Þessar konur stóðu bara fyrir framan myndavélina og sýndu sig nákvæmlega eins og þær eru,“ útskýrir Helga Nína sem segir það hafa verið lítið mál að finna opnar konur sem voru tilbúnar að taka þátt í verkefninu.„Ein þeirra sem tók þátt hefur til dæmis orðið fyrir einelti alla sína ævi og þetta var mikil áskorun fyrir hana. En hún vildi taka þátt og sýna að hún þarf ekkert að skammast sín fyrir að líta út eins og hún gerir.“ Spurð út í hvað sé á döfinni segist Helga hafa áhuga á að vinna áfram með þetta þema. „Mig langar að vinna áfram með þetta verkefni, mér finnst þetta áríðandi. Ég hef líka verið að velta fyrir mér pressunni sem karlmenn eru undir. Ég er að heyra sögur og hef lesið athugasemdir á netinu um karlmenn, við erum öll undir einhverjum þrýstingi hvað varðar útlit og vöxt.“ gudnyhronn@365.is
Ljósmyndarar Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira