Tryggvi með 19 stig í tapi á móti Litháen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 18:25 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Sjá meira