Kaupþing kaupir kröfu á tískukóng af eignarhaldsfélagi ríkisins Hörður Ægisson skrifar 23. ágúst 2017 07:30 Kevin Stanford er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað Karen Millen ásamt eiginkonu sinni. Kaupþing hefur keypt kröfu af Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi í eigu ríkissjóðs Íslands, á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford. Ekki fást upplýsingar um fjárhæð kröfunnar en samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna af eignaumsýslufélagi ríkisins fyrr í sumar. Deilur og málaferli milli Kaupþings og Stanfords hafa staðið yfir um margra ára skeið. Stanford, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað tískuverslanakeðjunar Karen Millen, var einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans og sömuleiðis fjórði stærsti hluthafi hans með um 4,3 prósenta eignarhlut. Kaupþing vildi ekki svara fyrirspurn Markaðarins hvað félagið hefði keypt kröfuna á né heldur hver tilgangurinn með kaupunum hafi verið. Félagið Lindarhvoll, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, var sett á stofn í apríl 2016 og heldur utan um eignir sem voru framseldar til ríkissjóðs í tengslum við stöðugleikaframlög fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna meðal annars í því skyni að styrkja stöðu sína í mögulegum samningaviðræðum við Stanford en krafan sem um ræðir beinist að honum persónulega. Kaupin komu í kjölfar þess að Paul Copley, forstjóri Kaupþings, gerði Stanford óformlegt tilboð um að ljúka öllum ágreiningsmálum milli hans og Kaupþings með greiðslu til Stanfords. Í skriflegu svari til Markaðarins segir Kaupþing að það sé ekki rétt, eins og heimildir blaðsins herma, að það tilboð hafi hljóðað upp á um 60 milljónir punda, jafnvirði 8 milljarða króna, sem Stanford hafi hafnað. „Viðræður aðila njóta trúnaðar en Kaupþing getur staðfest að félagið hefur ekki gert Kevin Stanford tilboð um greiðslu umræddrar fjárhæðar.“ Þá segir einnig í svari Kaupþings að „málaferli hafa staðið yfir milli Kaupþings og Kevin Stanford í Lúxemborg frá árinu 2011. Þær sáttaumleitanir sem hafa átt sér stað hafa engan árangur borið og eru frekari sáttaumleitanir hvorki yfirstandandi né fyrirhugaðar. […] Eins og sakir standa á Kaupþing ekki von á að ná sáttum við Kevin Stanford og mun neyta allra lagalegra úrræða til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í viðeigandi lögsögum.“ Í árslok 2015 gerði Stanford kröfu um að Kaupþing myndi greiða honum 545 milljónir punda, jafnvirði 74 milljarða króna. Greint var frá kröfunni á heimasíðu Kaupþings og sagt að hún kæmi til vegna atburða sem hafi átt sér stað í lok árs 2008 og ársbyrjun 2009. Í mars 2009 var tilkynnt um að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir 25,4 prósenta hlut Stanford í töskufyrirtækinu Bulberry vegna skulda hans við Kaupþing.Stanford skuldaði Kaupþingi háar fjárhæðir við fall bankans og var einnig fjórði stærsti hlutahafi hans.Einnig í deilum við LBI Stanford hefur einnig átt í deilum við slitabú gamla Landsbankans (LBI). Slitastjórn LBI hafnaði á sínum tíma 11,6 milljarða króna gagnkröfum Stanfords sem fjárfestirinn vildi að gengi upp í skuld hans við kröfuhafa slitabúsins. Málið er komið til kasta íslenskra dómstóla og verður fyrirtaka í málinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan næsta mánuð. Stanford var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Þá var hann stór hluthafi í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti einnig hlut í Baugi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Kaupþing hefur keypt kröfu af Lindarhvoli, eignarhaldsfélagi í eigu ríkissjóðs Íslands, á hendur breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford. Ekki fást upplýsingar um fjárhæð kröfunnar en samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna af eignaumsýslufélagi ríkisins fyrr í sumar. Deilur og málaferli milli Kaupþings og Stanfords hafa staðið yfir um margra ára skeið. Stanford, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað tískuverslanakeðjunar Karen Millen, var einn helsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir fall bankans og sömuleiðis fjórði stærsti hluthafi hans með um 4,3 prósenta eignarhlut. Kaupþing vildi ekki svara fyrirspurn Markaðarins hvað félagið hefði keypt kröfuna á né heldur hver tilgangurinn með kaupunum hafi verið. Félagið Lindarhvoll, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið, var sett á stofn í apríl 2016 og heldur utan um eignir sem voru framseldar til ríkissjóðs í tengslum við stöðugleikaframlög fjármálafyrirtækja í slitameðferð. Samkvæmt heimildum Markaðarins keypti Kaupþing kröfuna meðal annars í því skyni að styrkja stöðu sína í mögulegum samningaviðræðum við Stanford en krafan sem um ræðir beinist að honum persónulega. Kaupin komu í kjölfar þess að Paul Copley, forstjóri Kaupþings, gerði Stanford óformlegt tilboð um að ljúka öllum ágreiningsmálum milli hans og Kaupþings með greiðslu til Stanfords. Í skriflegu svari til Markaðarins segir Kaupþing að það sé ekki rétt, eins og heimildir blaðsins herma, að það tilboð hafi hljóðað upp á um 60 milljónir punda, jafnvirði 8 milljarða króna, sem Stanford hafi hafnað. „Viðræður aðila njóta trúnaðar en Kaupþing getur staðfest að félagið hefur ekki gert Kevin Stanford tilboð um greiðslu umræddrar fjárhæðar.“ Þá segir einnig í svari Kaupþings að „málaferli hafa staðið yfir milli Kaupþings og Kevin Stanford í Lúxemborg frá árinu 2011. Þær sáttaumleitanir sem hafa átt sér stað hafa engan árangur borið og eru frekari sáttaumleitanir hvorki yfirstandandi né fyrirhugaðar. […] Eins og sakir standa á Kaupþing ekki von á að ná sáttum við Kevin Stanford og mun neyta allra lagalegra úrræða til að sækja rétt sinn fyrir dómstólum í viðeigandi lögsögum.“ Í árslok 2015 gerði Stanford kröfu um að Kaupþing myndi greiða honum 545 milljónir punda, jafnvirði 74 milljarða króna. Greint var frá kröfunni á heimasíðu Kaupþings og sagt að hún kæmi til vegna atburða sem hafi átt sér stað í lok árs 2008 og ársbyrjun 2009. Í mars 2009 var tilkynnt um að Kaupþing banki í Lúxemborg hefði tekið yfir 25,4 prósenta hlut Stanford í töskufyrirtækinu Bulberry vegna skulda hans við Kaupþing.Stanford skuldaði Kaupþingi háar fjárhæðir við fall bankans og var einnig fjórði stærsti hlutahafi hans.Einnig í deilum við LBI Stanford hefur einnig átt í deilum við slitabú gamla Landsbankans (LBI). Slitastjórn LBI hafnaði á sínum tíma 11,6 milljarða króna gagnkröfum Stanfords sem fjárfestirinn vildi að gengi upp í skuld hans við kröfuhafa slitabúsins. Málið er komið til kasta íslenskra dómstóla og verður fyrirtaka í málinu fyrir héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan næsta mánuð. Stanford var um tíma einn af stærstu eigendum Mosaic Fashions. Þá var hann stór hluthafi í FL Group, í gegnum Materia Invest ehf., og átti einnig hlut í Baugi. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira