Kjúklingur Milanese að hætti Evu Laufeyjar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2017 16:30 Ljúfengur kjúlli með Evu Laufey. Stjörnukokkurinn Eva Laufey heldur úti bloggsíðu þar sem hún sýnir fólki hvernig á að gera allskonar girnilega rétti. Vísir er í samstarfi við Evu og hér að neðan má sjá hvernig hún reiðir fram Kjúkling í Milanese.Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en pasta vélin mín frá Kitchen Aid er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota hana talsvert mikið – það er eitthvað við það að búa til sitt eigið pasta. Ég mæli með ef þið eruð fyrir pasta eins og ég að fjárfesta í pastavél, eldhúslífið verður miklu skemmtilegra. Ég segi ykkur það satt.En snúum okkur að uppskriftinni, hún er fyrir ca. fjóra fullorðna en það kláraðist allt og ég fékk bræður mína í mat sem sögðu að þetta væri besti kjúklingur sem þeir höfðu smakkað og ekki færu þeir að plata kasólétta systur sína.. það væri bara ljótt Ég vona að þið prófið þessa uppskrift og njótið vel.Kjúklingur Milanese *Fyrir fjóra fullorðnaStökkar kjúklingabringur4 – 5 kjúklingabringurSalt og piparÓlífuolía5 – 6 dl brauðmylsna (eða meira)2 egg100 – 150 g hveiti1 stór Mozzarella kúla (120 g)1 sítrónaAðferð:Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og fletjið aðeins út, með kjöthamri eða kökukefli til dæmis.Kryddið bringurnar með salti og pipar.Pískið tvö egg í skál, setjið brauðmylsnu í aðra skál og hveiti í þá þriðju. Það er svolítið erfitt að reikna hlutföllin nákvæmlega en bætið bara við ef þið þurfið. * Ég bý alltaf til brauðmylsnu með því að rista þrjár brauðsneiðar í ofni með ólífuolíu og læt þær svo í matvinnsluvél þegar þær eru stökkar ásamt þremur öðrum óristuðum brauðsneiðum. Mjög einfalt og gott!Setjið kjúklingabringu fyrst ofan í hveitið, síðan ofan í eggin og að lokum ofan í brauðmylsnuna.Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það má gjarnan krydda með meiri salti og pipar.Setjið bringurnar í eldfast form eða á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 15 mínútur. Bringurnar eru mjög þunnar og þurfa þess vegna ekki lengri eldunartíma.Skerið mozzarella í sneiðar og leggið ofan á hverja bringu, stillið þá ofninn á grill og eldið bringurnar áfram í um það bil mínútu eða þar til osturinn er bráðnaður.Kreistið safa úr sítrónu yfir bringurnar áður en þið berið þær fram með pasta og tómat-og basilíkusósu.Tómat-og basilíkusósa1 msk ólífuolía1 laukur2 hvítlauksrif1 krukka tómat passata eða hakkaðir tómatar (425 g )1 dl vatn½ kjúklingateningurskvetta af hunangisalt og pipar½ tsk steinseljahandfylli fersk smátt söxuð basilíkaAðferð:Hitið ólífuolíu í potti, skerið lauk og hvítlauk afar smátt og steikið í smá stund.Bætið tómat passata, kjúklingatening, hunangi og basilíku saman við og hrærið vel í sósunni. Kryddið sósuna til með salti, pipar og steinselju.Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.Mér finnst gott að setja smá rjóma í lokin en það er algjört smekksatriði.Heimalagað spaghettíPastadeig400 g hveiti3 egg4 eggjarauður1 ½ msk ólífuolía1 tsk saltAðferð:Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu. Setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndunum.Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu. Setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið í kæli í 40 – 50 mínútur.Skiptið deiginu í þrjá hluta, þrýstið aðeins með höndum á hvern bita og fletjið út í pastavél eða með kökukefli. Ef þið notið pastavél þá byrjið þið að fletja út í stillingu 1 á minnsta hraðanum 3 – 4 sinnum, munið að setja vel af hveiti á borðflötin svo pastadeigið festist ekki við vélina. Eftir 3 – 4 skipti á stillingu 1 er tímabært að stilla á stillingu 2 og leikurinn endurtekinn í 3 – 4 skipti. Þið haldið svo áfram á stillingu 3 og 4.. þá ætti deigið að vera nógu þunnt.Næsta skref er að skera pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta spaghettí.Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Berið kjúklinginn með heimalöguðu spaghettí og ljúffengri tómat-og basilíkusósu…ásamt nýrifnum parmesan auðvitað. Eva Laufey Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Stjörnukokkurinn Eva Laufey heldur úti bloggsíðu þar sem hún sýnir fólki hvernig á að gera allskonar girnilega rétti. Vísir er í samstarfi við Evu og hér að neðan má sjá hvernig hún reiðir fram Kjúkling í Milanese.Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en pasta vélin mín frá Kitchen Aid er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég nota hana talsvert mikið – það er eitthvað við það að búa til sitt eigið pasta. Ég mæli með ef þið eruð fyrir pasta eins og ég að fjárfesta í pastavél, eldhúslífið verður miklu skemmtilegra. Ég segi ykkur það satt.En snúum okkur að uppskriftinni, hún er fyrir ca. fjóra fullorðna en það kláraðist allt og ég fékk bræður mína í mat sem sögðu að þetta væri besti kjúklingur sem þeir höfðu smakkað og ekki færu þeir að plata kasólétta systur sína.. það væri bara ljótt Ég vona að þið prófið þessa uppskrift og njótið vel.Kjúklingur Milanese *Fyrir fjóra fullorðnaStökkar kjúklingabringur4 – 5 kjúklingabringurSalt og piparÓlífuolía5 – 6 dl brauðmylsna (eða meira)2 egg100 – 150 g hveiti1 stór Mozzarella kúla (120 g)1 sítrónaAðferð:Skerið kjúklingabringurnar í tvennt og fletjið aðeins út, með kjöthamri eða kökukefli til dæmis.Kryddið bringurnar með salti og pipar.Pískið tvö egg í skál, setjið brauðmylsnu í aðra skál og hveiti í þá þriðju. Það er svolítið erfitt að reikna hlutföllin nákvæmlega en bætið bara við ef þið þurfið. * Ég bý alltaf til brauðmylsnu með því að rista þrjár brauðsneiðar í ofni með ólífuolíu og læt þær svo í matvinnsluvél þegar þær eru stökkar ásamt þremur öðrum óristuðum brauðsneiðum. Mjög einfalt og gott!Setjið kjúklingabringu fyrst ofan í hveitið, síðan ofan í eggin og að lokum ofan í brauðmylsnuna.Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið bringurnar í eina til eina og hálfa mínútu á hvorri hlið. Það má gjarnan krydda með meiri salti og pipar.Setjið bringurnar í eldfast form eða á pappírsklædda ofnplötu og inn í ofn við 180°C í 15 mínútur. Bringurnar eru mjög þunnar og þurfa þess vegna ekki lengri eldunartíma.Skerið mozzarella í sneiðar og leggið ofan á hverja bringu, stillið þá ofninn á grill og eldið bringurnar áfram í um það bil mínútu eða þar til osturinn er bráðnaður.Kreistið safa úr sítrónu yfir bringurnar áður en þið berið þær fram með pasta og tómat-og basilíkusósu.Tómat-og basilíkusósa1 msk ólífuolía1 laukur2 hvítlauksrif1 krukka tómat passata eða hakkaðir tómatar (425 g )1 dl vatn½ kjúklingateningurskvetta af hunangisalt og pipar½ tsk steinseljahandfylli fersk smátt söxuð basilíkaAðferð:Hitið ólífuolíu í potti, skerið lauk og hvítlauk afar smátt og steikið í smá stund.Bætið tómat passata, kjúklingatening, hunangi og basilíku saman við og hrærið vel í sósunni. Kryddið sósuna til með salti, pipar og steinselju.Lækkið hitann og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur.Mér finnst gott að setja smá rjóma í lokin en það er algjört smekksatriði.Heimalagað spaghettíPastadeig400 g hveiti3 egg4 eggjarauður1 ½ msk ólífuolía1 tsk saltAðferð:Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu. Setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndunum.Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu. Setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið í kæli í 40 – 50 mínútur.Skiptið deiginu í þrjá hluta, þrýstið aðeins með höndum á hvern bita og fletjið út í pastavél eða með kökukefli. Ef þið notið pastavél þá byrjið þið að fletja út í stillingu 1 á minnsta hraðanum 3 – 4 sinnum, munið að setja vel af hveiti á borðflötin svo pastadeigið festist ekki við vélina. Eftir 3 – 4 skipti á stillingu 1 er tímabært að stilla á stillingu 2 og leikurinn endurtekinn í 3 – 4 skipti. Þið haldið svo áfram á stillingu 3 og 4.. þá ætti deigið að vera nógu þunnt.Næsta skref er að skera pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta spaghettí.Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Berið kjúklinginn með heimalöguðu spaghettí og ljúffengri tómat-og basilíkusósu…ásamt nýrifnum parmesan auðvitað.
Eva Laufey Kjúklingur Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira