Thomas mögulega á Reykjanesbraut klukkan rúmlega sjö á laugardagsmorgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 11:30 Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, ræðir við skjólstæðing sinn í dómsal í gær. Vísir/Anton Brink Thomas Møller Olsen var mögulega staddur á Reykjanesbraut klukkan 07:06 laugardaginn 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Síðan er ekki meira vitað um ferðir hans þar til klukkan 11 þá um morguninn en síðasta þekkta staðsetning Birnu var í Garðabæ klukkan 05:50 þennan morgun. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Snorra Erni Árnasyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við aðalmeðferð í Birnumálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Snorri kom að rannsókn á símagögnum málsins.Fylgst er með gangi mála í aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi. Fram kom í máli hans í morgun að símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni, voru allir staðsettir í miðborg Reykjavíkur um klukkan 05:10 á laugardagsmorgninum. Sími Birnu virðist síðan fara, út frá símagögnunum, inn í Garðabæ og í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetning hennar síma var síðan við Hnoðraholt eða golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSíðasta merkið 7:06 Þá kom jafnframt fram að minni virkni hafi verið á síma Thomasar á þessum tíma, það er að segja aðrir símar virtust vera að senda frá sér fleiri merki. Snorri Örn tók það fram að hann væri ekki sérfræðingur á þessu sviði en hann myndi telja meiri virkni væri á hinum símunum benda til þess að Thomas hafi ekki verið virkur í síma enda hafi hann verið að keyra. Um klukkan sex eru Thomas og Nikolaj niðri við skipið samkvæmt símagögnunum. Aðspurður hvort að eitthvað benti til þess að Nikolaj hefði farið frá skipinu sagði Snorri Örn svo ekki vera heldur virtist vera sem sími Nikolaj hafi verið algjörlega kyrrstæður. Þeir sendar sem hann tengdist bentu til þess Nikolaj hafi ekki farið frá borði. Sími Thomasar kemur hins vegar inn á senda sem benda til þess að hann hafi verið í bílnum þar sem honum var lagt við flotkvína á bryggjunni. Síðasta merkið á símanum hans kemur svo inn klukkan 07:06. Síminn kemur inn á sendi við Klausturhvamm og vísar þá til suðurs. Það bendi til þess að hann hafi verið sunnan við sendinn og hafi þá mögulega getað verið á Reykjanesbraut. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Thomas Møller Olsen var mögulega staddur á Reykjanesbraut klukkan 07:06 laugardaginn 14. janúar þegar Birna Brjánsdóttir hvarf. Síðan er ekki meira vitað um ferðir hans þar til klukkan 11 þá um morguninn en síðasta þekkta staðsetning Birnu var í Garðabæ klukkan 05:50 þennan morgun. Þetta kom fram í skýrslutöku yfir Snorra Erni Árnasyni, sérfræðingi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við aðalmeðferð í Birnumálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Snorri kom að rannsókn á símagögnum málsins.Fylgst er með gangi mála í aðalmeðferðinni í beinni textalýsingu á Vísi. Fram kom í máli hans í morgun að símar Birnu, Thomasar og Nikolaj Olsen, sem um tíma hafði stöðu sakbornings í málinu en er nú vitni, voru allir staðsettir í miðborg Reykjavíkur um klukkan 05:10 á laugardagsmorgninum. Sími Birnu virðist síðan fara, út frá símagögnunum, inn í Garðabæ og í átt til Hafnarfjarðar. Síðasta þekkta staðsetning hennar síma var síðan við Hnoðraholt eða golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSíðasta merkið 7:06 Þá kom jafnframt fram að minni virkni hafi verið á síma Thomasar á þessum tíma, það er að segja aðrir símar virtust vera að senda frá sér fleiri merki. Snorri Örn tók það fram að hann væri ekki sérfræðingur á þessu sviði en hann myndi telja meiri virkni væri á hinum símunum benda til þess að Thomas hafi ekki verið virkur í síma enda hafi hann verið að keyra. Um klukkan sex eru Thomas og Nikolaj niðri við skipið samkvæmt símagögnunum. Aðspurður hvort að eitthvað benti til þess að Nikolaj hefði farið frá skipinu sagði Snorri Örn svo ekki vera heldur virtist vera sem sími Nikolaj hafi verið algjörlega kyrrstæður. Þeir sendar sem hann tengdist bentu til þess Nikolaj hafi ekki farið frá borði. Sími Thomasar kemur hins vegar inn á senda sem benda til þess að hann hafi verið í bílnum þar sem honum var lagt við flotkvína á bryggjunni. Síðasta merkið á símanum hans kemur svo inn klukkan 07:06. Síminn kemur inn á sendi við Klausturhvamm og vísar þá til suðurs. Það bendi til þess að hann hafi verið sunnan við sendinn og hafi þá mögulega getað verið á Reykjanesbraut.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira