Frábær endasprettur Stenson færði honum sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. ágúst 2017 08:30 Henrik Stenson fagnar sigrinum í gær. Vísir/Getty Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hinn sænski Henrik Stenson vann í gær sitt fyrsta mót eftir sigurinn á Opna breska í fyrra, er hann bar sigur úr býtum á Wyndham-mótinu á PGA-mótaröðinni. Stenson spilaði frábærlega í gær eða á 64 höggum og endaði á 22 höggum undir pari, einu á undan Ollie Schniederjans frá Bandaríkjunum. Stenson fékk átta fugla á lokahringnum í gær, þar af þrjá í röð frá fimmtándu til sautjándu holu sem færði honum sigurinn. Schniederjans spilaði einnig á 64 höggum í gær en Webb Simpson endaði í þriðja sæti á átján höggum undir pari. „Ég veit ekki hversu mörg tækifæri ég fæ til viðbótar að spila jafn vel og ég gerði á Troon [vellinum þar sem Opna breska fór fram í fyrra]. En ég er mjög ánægður með hvernig mér tókst að klára þetta mót.“ Stenson rauk upp í 23. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar með sigrinum en þetta var síðasta mót tímabilsins áður en FedEx-bikarinn hefst. 125 stigahæstu kylfingarnir fá að taka þátt í keppninni, sem telur alls fjögur mót. Sigurvegarinn á lokamótinu fær tíu milljónir dollara í sinn hlut.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira