Valdabarátta um Sports Direct í Kópavogi leiðir til málsóknar Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2017 13:27 Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson segir að málið snúist um ágrening um verðmat. Viðskiptavinir ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af afdrifum Sports Direct í Kópavogi. Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Mike Ashley, sem meðal annars á knattspyrnufélagið Newcastle United og íþróttavörukeðjuna Sports Direct, hefur stefnt Sigurði Pálma Sigurbjörnssyni framkvæmdastjóra Sports Direct á Íslandi, og eiginkonu hans. Fram kemur í grein Sunday Times að stefnan tengist valdabaráttu um eignarhaldið á íþróttavöruversluninni á Íslandi, sem og meint samningsbrot. Sigurður Pálmi og fjölskylda hans eiga um 60% í Sports Direct á Íslandi á móti 40% hlut íþróttakeðjunnar undir stjórn Mikes Ashley. Verslunin er sögð í Sunday Times vera ábatasamasta útibúið í gjörvallri Sports Direct-keðjunni og selji vörur fyrir um 1360 milljónir árlega. Ashley lagði fram tilboð á dögunum í hlut Sigurðar Pálma og fjölskyldu í versluninni og er hann sagður hafa boðið um 12 milljónir króna fyrir hlutinn. Í umfjöllun blaðsins er tilboð Ashley sagt „svívirðilegt“ enda sé verslunin meti á tæpan tvo og hálfan milljarð. Því væri nær lagi að greiða fjölskyldunni 1.32 milljarða fyrir 60% hlutinn þeirra.Business as usualÍ samtali við Vísi segir Sigurður Pálmi geta lítið tjáð sig um málið að svo stöddu. Það snúist einfaldlega um ágreining um verðmat og málið muni nú fara sína leið í kerfinu. Allt gangi sinn vanagang í rekstri Sports Direct á Íslandi og ekki er fyrirséð að neinar breytingar verði á því á næstunni. „Business as usual,“ eins og Sigurður orðar það. Fram kemur í grein Sunday Times að Mike Ashley hafi einnig í hyggju að stefna félögunum Guru Invest og Rhapsody Investments sem bæði eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, móður Sigurðar, en rétt er að taka fram að hún er forstjóri og stærsti eigandi 365 miðla, útgefanda Vísis. Síðarnefnda fyrirtækið fer með eignarhlut fjölskyldunnar í Sports Direct á Íslandi. Hún og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson, eru í blaðinu sögð vera náin fyrrverandi bankamanni að nafni Jeff Blue sem lent hefur upp á kant við Mike Ashley. Þannig tapaði hann á dögunum dómsmáli gegn Ashley vegna samnings um bónusgreiðslur, sem sagður er hafa verið handsalaður á bar. Þá er Blue sagður hafa unnið fyrir Baug og komið að opnum Sports Direct á Ísland árið 2012. Blue átti sjálfur 15% hlut í íslenska útibúi Sports Direct en var sannfærður um selja hlut sinn á kostnaðarverði til Mike Ashley í skiptum fyrir fjármálastjórastöðu í fyrirtækinu. Ekkert varð úr þeirri ráðningu og hætti hann afskiptum af fyrirtækinu árið 2015 eftir að hafa lent upp á kant við Ashley.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira