Hugmyndalaus tilvistarkreppa "tjákna“ Tómas Valgeirsson skrifar 31. ágúst 2017 15:30 Það er einhver dulin snilld falin í valinu á þeim Patrick Stewart (sem talar fyrir saurtáknið), Jennifer Coolidge og Steven Wright í ensku útgáfunni. Kvikmyndir The Emoji Movie Leikstjóri: Tony Leondis Framleiðandi: Michelle Raimo Kouyate Handrit: Tony Leondis, Eric Siegel, Mike White Raddhlutverk: Ævar Þór Benediktsson, Salka Sól Eyfeld, Orri Huginn Ágústsson Teiknimynd um gangverk snjallsíma og veröld broskalla (eða „tjákna“) hljómar varla eins og ávísun á gæði, en það er svo sem ekki ómögulegt að gera skemmtilegt bíó úr vondri hugmynd, eða efnivið sem er í grunninn samansafn af æpandi vörukynningum. Áhugi fyrir frásögn þarf þá að vera til staðar. Þetta sást til dæmis á vel heppnuðum Legómyndum og stórfínu ævintýri með lukkutröllum í fyrra. Það er hins vegar aldrei góð hugmynd að gera mynd þar sem ekkert liggur fyrir í metnaðinum annað en að stela frá betri teiknimyndum og kynna öpp í 80 mínútur. Í Emoji-myndinni eru bókstaflega allir krakkar stöðugt límdir við snjallsímann sinn (eins fjarstæðukennt og það kann að hljóma?…) og eiga erfitt með nokkra tjáningu án hans. En það sem þeir vita ekki er að í hvert skipti sem emoji-kall er sendur út, stendur lifandi „tjáknmynd“ vaktina í heimi innan snjallsímans. Sá niðurdrepandi heimur er morandi í brosköllum og öðrum tegundum tákna sem þrá fátt heitar en að vera valin af eiganda símans. „íbúarnir“ mega biðja fyrir því að tækin þurfi ekki á alvarlegri viðgerð að halda í bráð. Hvert tjáningartákn gegnir augljóslega ákveðinni rullu í samfélaginu. Aðalkarakterinn Gene er fæddur í hlutverk „Meh“-táknsins, en það reynist honum erfið tilvera í ljósi þess að hann hefur miklu fleiri tilfinningar að sýna. Samfélagið ætlast hins vegar til þess að Gene gangi hlutlaus og bældur í gegnum lífið og vegna þessara tilfinningasveiflna er hann „bilun“ í kerfinu í augum æðra fasistavaldsins, svo það kemur þá ekki annað til greina en að eyða honum. En auðvitað leggur Gene á flótta, kynnist nýjum vinum og lærir að taka sig og „galla“ sína í sátt með tímanum og eigna sér þá. Boðskapur myndarinnar er í eðli sínu mjög jákvæður og hamrar á mikilvægi þess að vera maður sjálfur og þora að gera eitthvað öðruvísi en það sem aðrir búast við af manni. Úrvinnsla þessa boðskapar missir samt marks á allan veg, enda virðist ekki hafa verið mikill áhugi aðstandenda fyrir því að segja sögu né gera eitthvað ferskt eða marglaga við persónurnar eða heiminn sem umkringir þær, þannig að þetta kemur í staðinn bara út eins og væn predikun. Fyrir utan það hefur þessi nákvæmlega sami boðskapur verið fjórfalt betur meðhöndlaður í til dæmis The Lego Movie eða Wreck-It Ralph, tveimur myndum sem hafa augljóslega veitt þessari mikinn innblástur í fleiri deildum, ásamt Pixar-perlunni Inside Out. Það kemur smávegis út eins og einhver framleiðandi hjá Sony hafi bent á þá mynd og hugsað: „Gerum eitthvað svona!“ án þess að skilja til fulls hvað gerði þá mynd svo góða. Heimurinn í Emoji-myndinni er manískur, illa úthugsaður og sjaldan lokkandi, þrátt fyrir litríka grafík og hönnun sem sleppur fyrir horn og poppar án þess að vera framúrskarandi. Myndin er uppfull af orku og ærslagangi en laus við alla sál, alla hlýju, alla sköpunargleði og almennilega hnyttni. Atburðarásin er bærileg í fyrri hlutanum (og það er einhver dulin snilld falin í valinu á þeim Patrick Stewart (sem talar fyrir saurtáknið), Jennifer Coolidge og Steven Wright í ensku útgáfunni) en fljótt magnast upp leiðindin eftir því sem klisjunum fjölgar, pínlegu orðagríni og miskunnarlausum „plöggum“ sem jaðra við það að vera eins konar fyrirtækjaáróður. Meirihluti framvindunnar gengur út á það að fylgjast með Gene eða öðrum stytta sér leiðir í gegnum forrit eins og Instagram, Twitter, YouTube, Just Dance, Spotify og fáum við meira að segja snögga kennslu á CandyCrush. Svo slæmt verður það. Myndin er vissulega gerð og mótuð fyrir yngri hópa og ætti að einhverju leyti að svínvirka fyrir þá, á meðan flestir utan þeirra eru líklegri til þess að skemmta sér yfir því að spyrja sig hvaða vörukynning kemur næst á meðan á glápinu stendur, ef þeir eru ekki reglulega að kíkja á símana sína hvort sem er.Niðurstaða: Áhorfandinn, sama á hvaða aldri hann er, væri betur kominn ef hann smellti Pixar-mynd í tækið í staðinn. Hverri sem er. Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Kvikmyndir The Emoji Movie Leikstjóri: Tony Leondis Framleiðandi: Michelle Raimo Kouyate Handrit: Tony Leondis, Eric Siegel, Mike White Raddhlutverk: Ævar Þór Benediktsson, Salka Sól Eyfeld, Orri Huginn Ágústsson Teiknimynd um gangverk snjallsíma og veröld broskalla (eða „tjákna“) hljómar varla eins og ávísun á gæði, en það er svo sem ekki ómögulegt að gera skemmtilegt bíó úr vondri hugmynd, eða efnivið sem er í grunninn samansafn af æpandi vörukynningum. Áhugi fyrir frásögn þarf þá að vera til staðar. Þetta sást til dæmis á vel heppnuðum Legómyndum og stórfínu ævintýri með lukkutröllum í fyrra. Það er hins vegar aldrei góð hugmynd að gera mynd þar sem ekkert liggur fyrir í metnaðinum annað en að stela frá betri teiknimyndum og kynna öpp í 80 mínútur. Í Emoji-myndinni eru bókstaflega allir krakkar stöðugt límdir við snjallsímann sinn (eins fjarstæðukennt og það kann að hljóma?…) og eiga erfitt með nokkra tjáningu án hans. En það sem þeir vita ekki er að í hvert skipti sem emoji-kall er sendur út, stendur lifandi „tjáknmynd“ vaktina í heimi innan snjallsímans. Sá niðurdrepandi heimur er morandi í brosköllum og öðrum tegundum tákna sem þrá fátt heitar en að vera valin af eiganda símans. „íbúarnir“ mega biðja fyrir því að tækin þurfi ekki á alvarlegri viðgerð að halda í bráð. Hvert tjáningartákn gegnir augljóslega ákveðinni rullu í samfélaginu. Aðalkarakterinn Gene er fæddur í hlutverk „Meh“-táknsins, en það reynist honum erfið tilvera í ljósi þess að hann hefur miklu fleiri tilfinningar að sýna. Samfélagið ætlast hins vegar til þess að Gene gangi hlutlaus og bældur í gegnum lífið og vegna þessara tilfinningasveiflna er hann „bilun“ í kerfinu í augum æðra fasistavaldsins, svo það kemur þá ekki annað til greina en að eyða honum. En auðvitað leggur Gene á flótta, kynnist nýjum vinum og lærir að taka sig og „galla“ sína í sátt með tímanum og eigna sér þá. Boðskapur myndarinnar er í eðli sínu mjög jákvæður og hamrar á mikilvægi þess að vera maður sjálfur og þora að gera eitthvað öðruvísi en það sem aðrir búast við af manni. Úrvinnsla þessa boðskapar missir samt marks á allan veg, enda virðist ekki hafa verið mikill áhugi aðstandenda fyrir því að segja sögu né gera eitthvað ferskt eða marglaga við persónurnar eða heiminn sem umkringir þær, þannig að þetta kemur í staðinn bara út eins og væn predikun. Fyrir utan það hefur þessi nákvæmlega sami boðskapur verið fjórfalt betur meðhöndlaður í til dæmis The Lego Movie eða Wreck-It Ralph, tveimur myndum sem hafa augljóslega veitt þessari mikinn innblástur í fleiri deildum, ásamt Pixar-perlunni Inside Out. Það kemur smávegis út eins og einhver framleiðandi hjá Sony hafi bent á þá mynd og hugsað: „Gerum eitthvað svona!“ án þess að skilja til fulls hvað gerði þá mynd svo góða. Heimurinn í Emoji-myndinni er manískur, illa úthugsaður og sjaldan lokkandi, þrátt fyrir litríka grafík og hönnun sem sleppur fyrir horn og poppar án þess að vera framúrskarandi. Myndin er uppfull af orku og ærslagangi en laus við alla sál, alla hlýju, alla sköpunargleði og almennilega hnyttni. Atburðarásin er bærileg í fyrri hlutanum (og það er einhver dulin snilld falin í valinu á þeim Patrick Stewart (sem talar fyrir saurtáknið), Jennifer Coolidge og Steven Wright í ensku útgáfunni) en fljótt magnast upp leiðindin eftir því sem klisjunum fjölgar, pínlegu orðagríni og miskunnarlausum „plöggum“ sem jaðra við það að vera eins konar fyrirtækjaáróður. Meirihluti framvindunnar gengur út á það að fylgjast með Gene eða öðrum stytta sér leiðir í gegnum forrit eins og Instagram, Twitter, YouTube, Just Dance, Spotify og fáum við meira að segja snögga kennslu á CandyCrush. Svo slæmt verður það. Myndin er vissulega gerð og mótuð fyrir yngri hópa og ætti að einhverju leyti að svínvirka fyrir þá, á meðan flestir utan þeirra eru líklegri til þess að skemmta sér yfir því að spyrja sig hvaða vörukynning kemur næst á meðan á glápinu stendur, ef þeir eru ekki reglulega að kíkja á símana sína hvort sem er.Niðurstaða: Áhorfandinn, sama á hvaða aldri hann er, væri betur kominn ef hann smellti Pixar-mynd í tækið í staðinn. Hverri sem er.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira