Óheppilegu myndbandi af íbúa Hrafnistu dreift á Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 11:32 Pétur Magnússon er forstjóri Hrafnistu. Vísir Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“ Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“
Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira