Forstjóri Skeljungs hættir Sæunn Gísladóttir skrifar 30. ágúst 2017 17:03 Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs, hefur ákveðið að láta af störfum. vísir/pjetur Í kjölfar stefnumótunar stjórnar og stjórnenda hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að breyta skipulagi félagsins. Stefnt er að því að innleiðingu ljúki fyrir árslok. Forstjóri félagsins, Valgeir M. Baldursson hefur á þessum tímamótum tilkynnt stjórn að hann gefi ekki kost á sér í starf forstjóra í breyttu skipulagi. Valgeir hefur boðist til að starfa með stjórninni að undirbúningi breytinganna þar til nýr forstjóri yfir breyttu skipulagi hefur verið ráðinn og vera honum innan handar í framhaldinu. Breytingin er þáttur í því að innleiða nýja stefnu Skeljungs sem leggur aukna áherslu á þróun og framrás félagsins. Markmiðið með breytingunni er að stytta boðleiðir, einfalda og auka skilvirkni við ákvarðanatöku og efla þannig sókn félagsins í átt að nýjum mörkuðum segir í tilkynningu. Breytingin felst í því að í stað þess að íslenski og færeyski hluti Skeljungs séu reknir eins og tvö aðskilin fyrirtæki, verður nú litið á alla samstæðuna sem eina heild. Einn forstjóri mun leiða framkvæmdastjórn félagsins. Skipulagið mun byggja á þremur rekstrarstoðum; Færeyjum, Íslandi og þróun, þ.m.t. alþjóðasölu. Stoðsvið verða m.a. fjármál, samskipti og innkaup. Ekki er gert ráð fyrir að breyting þessi muni hafa umtalsverð áhrif á afkomu Skeljungs til skamms tíma. Hins vegar er búist við að til lengri tíma muni samlegðaráhrif leiða til lægri kostnaðar, með aukinni samvinnu Færeyja og Íslands. „Þegar ég kom til Skeljungs fyrir átta árum síðan stóðum við frammi fyrir miklum áskorunum í rekstri og starfsemi félagsins. Með samstilltu átaki frábærs starfsfólks tókst okkur að koma félaginu í gegnum þær á afar árangursríkan hátt. Nú er rekstur félagsins mjög góður og félagið á góðum stað fyrir þau verkefni sem framundan eru. Með nýju skipulagi og stefnuáherslum er hins vegar kominn tími á nýjar áskoranir fyrir mig og að aðrir taki við taumunum hjá Skeljungi," segir Valgeir M. Baldursson, fráfarandi forstjóri Skeljungs í tilkynningu. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Í kjölfar stefnumótunar stjórnar og stjórnenda hefur stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að breyta skipulagi félagsins. Stefnt er að því að innleiðingu ljúki fyrir árslok. Forstjóri félagsins, Valgeir M. Baldursson hefur á þessum tímamótum tilkynnt stjórn að hann gefi ekki kost á sér í starf forstjóra í breyttu skipulagi. Valgeir hefur boðist til að starfa með stjórninni að undirbúningi breytinganna þar til nýr forstjóri yfir breyttu skipulagi hefur verið ráðinn og vera honum innan handar í framhaldinu. Breytingin er þáttur í því að innleiða nýja stefnu Skeljungs sem leggur aukna áherslu á þróun og framrás félagsins. Markmiðið með breytingunni er að stytta boðleiðir, einfalda og auka skilvirkni við ákvarðanatöku og efla þannig sókn félagsins í átt að nýjum mörkuðum segir í tilkynningu. Breytingin felst í því að í stað þess að íslenski og færeyski hluti Skeljungs séu reknir eins og tvö aðskilin fyrirtæki, verður nú litið á alla samstæðuna sem eina heild. Einn forstjóri mun leiða framkvæmdastjórn félagsins. Skipulagið mun byggja á þremur rekstrarstoðum; Færeyjum, Íslandi og þróun, þ.m.t. alþjóðasölu. Stoðsvið verða m.a. fjármál, samskipti og innkaup. Ekki er gert ráð fyrir að breyting þessi muni hafa umtalsverð áhrif á afkomu Skeljungs til skamms tíma. Hins vegar er búist við að til lengri tíma muni samlegðaráhrif leiða til lægri kostnaðar, með aukinni samvinnu Færeyja og Íslands. „Þegar ég kom til Skeljungs fyrir átta árum síðan stóðum við frammi fyrir miklum áskorunum í rekstri og starfsemi félagsins. Með samstilltu átaki frábærs starfsfólks tókst okkur að koma félaginu í gegnum þær á afar árangursríkan hátt. Nú er rekstur félagsins mjög góður og félagið á góðum stað fyrir þau verkefni sem framundan eru. Með nýju skipulagi og stefnuáherslum er hins vegar kominn tími á nýjar áskoranir fyrir mig og að aðrir taki við taumunum hjá Skeljungi," segir Valgeir M. Baldursson, fráfarandi forstjóri Skeljungs í tilkynningu.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent