Erlent

Grunaður hryðjuverkamaður fannst látinn í fangaklefa

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fangelsi í Hamburg - Mynd tengist fréttinni ekki beint
Fangelsi í Hamburg - Mynd tengist fréttinni ekki beint Getty
Sýrlenskur maður sem grunaður var um aðild að hryðjuverkasamtökum fannst látinn í fangaklefa í Hamburg í dag. Abdullah K var handtekinn í  maí á þessu ári ásamt þremur bræðrum sínum. Samkvæmt heimildum Spiegel hengdi maðurinn sig í fangaklefa sínum og fundu fangaverðir hann kl.06:25 í dag.

Abdullah K. var fertugur og var grunaður um að vera hluti af hryðjuverkahóp í Þýskalandi sem kallar sigDschabhat al-Nusra. Bræðurnir voru einnig grunaðir um brot á vopnalögum og eiga þeir að hafa gengið til liðs við al-Nusra í Sýrlandi árið 2012. Tveir þeirra eru grunaðir um stríðsglæpi í Sýrlandi.

Samkvæmt frétt Spiegel er Abdullah K. annar maðurinn grunaður um hryðjuverk sem fremur sjálfsvíg í haldi yfirvalda á einu ári í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×