Kaupmenn of lengi að taka við sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 19:30 Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“ Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þrátt fyrir mikinn uppgang hefur íslensk netverslun þróast mun hægar en annars staðar á Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Neytendur leiti þar af leiðandi frekar í erlenda netverslun, sem sé ákveðið áhyggjuefni. Bylting hefur átt sér stað í verslun víða um heim, og nýta neytendur sér internetið í sífellt meiri mæli. Kauphegðun aldamótakynslóðarinnar svokölluðu hefur til að mynda valdið straumhvörfum á smásölumarkaði og virðast fáar verslanir ná fótfestu nema þær bjóði upp á þjónustu í gegnum internetið.Fyrsta lágvöruverslunin á netið Fjölmargar nýjungar eru farnar að sjást í íslenskri netverslun. Til að mynda eru fyrirtæki farin að bjóða upp á heimsendingar með dróna, og þá var fyrsta íslenska lágvöruverslun á netinu opnuð á dögunum, en það er Nettó sem opnaði slíka netverslun. Kaupmenn hafa hins vegar verið of lengi að taka við sér, segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Það er ákveðið áhyggjuefni. Við höfum svo sem bent á það og haft áhyggjur af því að íslensk verslun hafi ekki verið eins dugleg að tileinka sér þessa nýju aðferð og verslanir í nágrannalöndum okkar. Við sjáum það á samanburðartölum að netverslun til dæmis á Norðurlöndum er komin mun lengra,“ segir Andrés.Netverslunin nauðsynleg Hann segir að kaupmenn verði að svara kalli neytenda, því að öðrum kosti leiti þeir annað. „Samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti er sextíu prósenta aukning í sendingum frá Kína, eingöngu frá fyrstu sex mánuðum ársins 2016 til fyrstu sex mánaða 2017.“ Andrés spáir ógnarhröðum breytingum á næstu misserum, sem verslunareigendur þurfi að fylgja. „Það er bara hægt að orða það þannig að ef þús em verslun ertu ekki að bjóða upp á netverslun – þá ertu bara ekkert með.“
Tengdar fréttir Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Sendingar með dróna: Sushi flýgur bráðum yfir höfuðborginni AHA hefur opnað fyrir sendingarþjónustu með aðstoð dróna í Reykjavík. 23. ágúst 2017 14:15