Blómin launa gott atlæti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2017 10:45 Við afhendinguna: Hreiðar Oddsson, varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs, Hjördís Ýr Johnson, formaður nefndarinnar, Guðmundur Jóhann Jónsson og Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir, verðlaunahafar og Ármann bæjarstjóri. Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“ Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Það er ekkert lítið gert úr þessu,“ segir Þórhildur Hrönn Ingólfsdóttir steinhissa þegar hringt er í hana til að spyrja út í viðurkenningu sem hún og eiginmaðurinn, Guðmundur Jóhann Jónsson fengu fyrir húsið sitt og lóðina síðasta fimmtudag frá umhverfis-og samgöngunefnd Kópavogs. Þau búa að Kópavogsbakka 15. Í rökstuðningi nefndarinnar stendur meðal annars. „Húsið er bjart og opið með stórum gluggum og næst þannig fallegt útsýni út á Kópavoginn. Lóðin er ekki stór en með aðstoð Árna Hermannssonar hjá Landverk var hún kláruð á einfaldan og smekklegan máta árið 2011. Garðurinn hefur þróast á undanförnum árum en þar sem umhirða hans er sérstakt áhugamál konunnar á heimilinu þá ber hann merki þess að við hann er nostrað.“ Ég bendi Þórhildi því á að hún sé greinilega búin að vinna fyrir athyglinni. „Mér finnst voða gaman að loknum vinnudegi að fara í gallann og út í garð. Það er hvíld frá amstri dagsins og þar get ég alltaf fundið mér eitthvað að gera,“ viðurkennir hún. „Svo er ég alltaf að hugsa, get ég ekki bætt þetta ... og þetta? Samt er þetta bara lítil lóð. Þannig get ég líka haft allt snyrtilegt, bæði grasið og annað, ræð bara vel við það. Blómin launa gott atlæti. Ég er með dálítið af þeim í kerjum og hef voða gaman af þeim.“Sjö viðurkenningar voru veittar í Kópavogi fyrir hönnun og umhverfi. Gata ársins var Litlavör og þar gróðursettu Theodóra, Margrét, Hjördís Ýr, Ármann, Kr. og Jón tré. Örlítið frá stendur Ólafur Þór.Hjónin byrjuðu að byggja í apríl 2007, fluttu inn í febrúar 2009 og tveimur árum síðar létu þau klára lóðina að sögn Þórhildar. Spurð hvort hún eigi sér einhverja uppáhaldsjurt í garðinum segir hún þær nokkrar. „Mér finnst lavander æðisleg jurt. Ég hef alltaf keypt hana á vorin og sett í pott en gerði tilraun í fyrrahaust með að stinga henni niður í beð og henni líkaði það mjög vel, lifði af veturinn og braggaðist vel í sumar, þannig að hún er mjög falleg. Núna á ég margar hortensíur í kerjum og langar að gá hvort mér tekst að láta þær lifa milli ára, pota þeim einhvernsstaðar niður og sjá hvað þær segja við því. Það er svo leiðinlegt að sjá allt deyja og hverfa á haustin.“
Hús og heimili Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira