Þekkt pör sem hættu saman og byrjuðu svo saman aftur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2017 12:30 Öll þessi pör tóku sér pásu á einhverjum tímapunkti í sambandinu. Getty Ástin er stundum flókin og sambönd geta verið mikil vinna. Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér „pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. John Legend og Chrissy Teigen Söngvarinn John Legend hætti með fyrirsætunni Chrissy Teigen fyrir tíu árum síðan. Hann gaf þá skýringu að hann væri of upptekinn og stressaður og vildi því frekar vera einhleypur. Chrissy sagði bara nei svo sambandsslitin entust ekki í einn sólahring. Þau eru nú gift og eiga saman dótturina Luna.Dax Shephard og Kristen Bell Þegar leikararnir Dax Shephard og Kristen Bell höfðu verið saman í nokkra mánuði árið 2007 þegar Dax endaði sambandið. Hann gaf þá skýringu að hann vildi hitta annað fólk og var Kristen algjörlega niðurbrotin. Þau byrjuðu aftur saman nokkrum dögum seinna og eru nú gift og eiga saman tvö börn, Delta og Lincoln.Jay Cutler og Kristin Cavallari NFL leikmaðurinn Jay Cutler og raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari slitu trúlofun sinni árið 2011. Þau byrjuðu svo aftur saman og giftu sig árið 2013. Jay og Kristin eiga saman börnin Camden, Saylor og Jaxon.Cash Warren og Jessica Alba Leikkonan Jessica Alba kynntist eiginmanni sínum árið 2004. Þau hættu saman árið 2007 en giftu sig svo árið 2008. Þau eiga saman dæturnar Honor og Haven og Jessica er ófrísk af þeirra þriðja barni.Justin Timberlake og Jessica Biel Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel byrjuðu saman fyrir tíu árum en hættu saman í nokkra mánuði árið 2011. Þau náðu svo saman aftur og trúlofuðu sig í byrjun árs 2012. Þau giftu sig í október sama ár og eiga nú saman soninn SilasCarey Hart og Pink Söngkonan Pink byrjaði með Carey Hart árið 2001. Þau giftu sig árið 2006 en þau tóku sér svo pásu árið 2008. Þau náðu saman aftur árið 2009 og eiga saman dótturina Willow og soninn Jameson.Liam Hemsworth og Miley Cyrus Söngkonan Miley Cyrus kynntist leikaranum Liam Hemsworth á tökustað árið 2009. Þau slitu trúlofun sinni árið 2013 og voru í sundur í nokkur ár. Svo náðu þau saman aftur og trúlofuðu sig aftur árið 2016.Vilhjálmur og Katrín Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, byrjuðu saman árið 2003 en hættu saman í tvo mánuði árið 2007. Þau náðu þó saman á ný og tilkynnt var um trúlofun þeirra árið 2010. Þau giftu sig árið 2011 og fólk um allan heim horfði á brúðkaupið þeirra í beinni. Þau eiga saman börnin Georg og Karlottu og eiga von á sínu þriðja á næsta ári. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira
Ástin er stundum flókin og sambönd geta verið mikil vinna. Þessi pör eru hamingjusöm í dag en á einhverjum tímapunkti í sambandinu tóku þau sér „pásu“ frá hvort öðru í einhvern tíma. John Legend og Chrissy Teigen Söngvarinn John Legend hætti með fyrirsætunni Chrissy Teigen fyrir tíu árum síðan. Hann gaf þá skýringu að hann væri of upptekinn og stressaður og vildi því frekar vera einhleypur. Chrissy sagði bara nei svo sambandsslitin entust ekki í einn sólahring. Þau eru nú gift og eiga saman dótturina Luna.Dax Shephard og Kristen Bell Þegar leikararnir Dax Shephard og Kristen Bell höfðu verið saman í nokkra mánuði árið 2007 þegar Dax endaði sambandið. Hann gaf þá skýringu að hann vildi hitta annað fólk og var Kristen algjörlega niðurbrotin. Þau byrjuðu aftur saman nokkrum dögum seinna og eru nú gift og eiga saman tvö börn, Delta og Lincoln.Jay Cutler og Kristin Cavallari NFL leikmaðurinn Jay Cutler og raunveruleikastjarnan Kristin Cavallari slitu trúlofun sinni árið 2011. Þau byrjuðu svo aftur saman og giftu sig árið 2013. Jay og Kristin eiga saman börnin Camden, Saylor og Jaxon.Cash Warren og Jessica Alba Leikkonan Jessica Alba kynntist eiginmanni sínum árið 2004. Þau hættu saman árið 2007 en giftu sig svo árið 2008. Þau eiga saman dæturnar Honor og Haven og Jessica er ófrísk af þeirra þriðja barni.Justin Timberlake og Jessica Biel Söngvarinn Justin Timberlake og leikkonan Jessica Biel byrjuðu saman fyrir tíu árum en hættu saman í nokkra mánuði árið 2011. Þau náðu svo saman aftur og trúlofuðu sig í byrjun árs 2012. Þau giftu sig í október sama ár og eiga nú saman soninn SilasCarey Hart og Pink Söngkonan Pink byrjaði með Carey Hart árið 2001. Þau giftu sig árið 2006 en þau tóku sér svo pásu árið 2008. Þau náðu saman aftur árið 2009 og eiga saman dótturina Willow og soninn Jameson.Liam Hemsworth og Miley Cyrus Söngkonan Miley Cyrus kynntist leikaranum Liam Hemsworth á tökustað árið 2009. Þau slitu trúlofun sinni árið 2013 og voru í sundur í nokkur ár. Svo náðu þau saman aftur og trúlofuðu sig aftur árið 2016.Vilhjálmur og Katrín Katrín, hertogaynja af Cambridge, og Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, byrjuðu saman árið 2003 en hættu saman í tvo mánuði árið 2007. Þau náðu þó saman á ný og tilkynnt var um trúlofun þeirra árið 2010. Þau giftu sig árið 2011 og fólk um allan heim horfði á brúðkaupið þeirra í beinni. Þau eiga saman börnin Georg og Karlottu og eiga von á sínu þriðja á næsta ári.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sjá meira