ESÍ lagt niður fyrir árslok Kristinn Ingi Jónsson skrifar 7. september 2017 06:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/anton brink Stefnt er að því að setja Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) í slit fyrir lok ársins. Tafir hafa orðið á slitum félagsins, sem heldur á milljarða króna eignum sem ríkissjóður leysti til sín eftir bankahrunið 2008, en stjórnendur Seðlabankans höfðu áður gert ráð fyrir að leggja félagið niður á síðasta ári. Fram kemur í bréfi Seðlabankans til umboðsmanns Alþingis, sem fjallað er um í nýbirtri ársskýrslu umboðsmanns, að frágangur mála sem tengist ESÍ og dótturfélögum þess, þar með talin dómsmál, hafi orðið til þess að upphafi slita á félaginu hafi verið frestað fram á þetta ár. Verulega hefur dregið úr starfsemi ESÍ, en í bréfinu segir að stærð efnahagsreiknings félagsins hafi numið um 43 milljörðum króna í lok síðasta árs borið saman við 133 milljarða í lok árs 2015. Mestu hafi munað að ESÍ gerði upp skuldir sínar við Seðlabankann með afhendingu eigna og reiðufé. Seðlabankinn segir að til þess að áfram yrði mögulegt að halda eignum sem voru komnar til vegna falls gömlu bankanna aðgreindum frá efnahagsreikningi bankans, þá hafi um síðastliðin áramót verið ákveðið að ljúka fyrst slitum á dótturfélögum ESÍ og bíða með að slíta félaginu sjálfu þar til niðurstaða í síðasta dómsmáli félagsins liggi fyrir. Slitaferli dótturfélaganna hófst fyrr á árinu og er stefnt að því að ljúka því á haustmánuðum. Í kjölfarið mun ESÍ verða sett í slit. Umboðsmaður Alþingis hefur áður látið í ljós það álit sitt að Seðlabankinn hafi ekki haft skýra lagaheimild til þess að setja ESÍ á stofn. Í bréfi umboðsmanns frá því í október 2015 sagði að mikilvægt hefði verið, ef það væri á annað borð vilji stjórnvalda að viðhalda því fyrirkomulagi að verkefni Seðlabankans væru falin sérstöku einkahlutafélagi í eigu bankans, að leita eftir afstöðu Alþingis til þess hvort setja ætti slíka heimild í lög. Bankaráð Seðlabankans tók undir þessar athugasemdir og sagði í bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ástæða kynni að vera til þess að styrkja lagagrundvöll ESÍ. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stefnt er að því að setja Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) í slit fyrir lok ársins. Tafir hafa orðið á slitum félagsins, sem heldur á milljarða króna eignum sem ríkissjóður leysti til sín eftir bankahrunið 2008, en stjórnendur Seðlabankans höfðu áður gert ráð fyrir að leggja félagið niður á síðasta ári. Fram kemur í bréfi Seðlabankans til umboðsmanns Alþingis, sem fjallað er um í nýbirtri ársskýrslu umboðsmanns, að frágangur mála sem tengist ESÍ og dótturfélögum þess, þar með talin dómsmál, hafi orðið til þess að upphafi slita á félaginu hafi verið frestað fram á þetta ár. Verulega hefur dregið úr starfsemi ESÍ, en í bréfinu segir að stærð efnahagsreiknings félagsins hafi numið um 43 milljörðum króna í lok síðasta árs borið saman við 133 milljarða í lok árs 2015. Mestu hafi munað að ESÍ gerði upp skuldir sínar við Seðlabankann með afhendingu eigna og reiðufé. Seðlabankinn segir að til þess að áfram yrði mögulegt að halda eignum sem voru komnar til vegna falls gömlu bankanna aðgreindum frá efnahagsreikningi bankans, þá hafi um síðastliðin áramót verið ákveðið að ljúka fyrst slitum á dótturfélögum ESÍ og bíða með að slíta félaginu sjálfu þar til niðurstaða í síðasta dómsmáli félagsins liggi fyrir. Slitaferli dótturfélaganna hófst fyrr á árinu og er stefnt að því að ljúka því á haustmánuðum. Í kjölfarið mun ESÍ verða sett í slit. Umboðsmaður Alþingis hefur áður látið í ljós það álit sitt að Seðlabankinn hafi ekki haft skýra lagaheimild til þess að setja ESÍ á stofn. Í bréfi umboðsmanns frá því í október 2015 sagði að mikilvægt hefði verið, ef það væri á annað borð vilji stjórnvalda að viðhalda því fyrirkomulagi að verkefni Seðlabankans væru falin sérstöku einkahlutafélagi í eigu bankans, að leita eftir afstöðu Alþingis til þess hvort setja ætti slíka heimild í lög. Bankaráð Seðlabankans tók undir þessar athugasemdir og sagði í bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins að ástæða kynni að vera til þess að styrkja lagagrundvöll ESÍ.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira