Opnað fyrir innsendingar laga í Eurovision: Verðlaunaféð hækkað Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2017 12:37 Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár með lagið Paper. Hún hafnaði í 15. sæti fyrra undanúrslitakvöldið og var nokkuð frá því að komast í úrslit. Vísir/EPA Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í LaugardalshöllFyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið. Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö. 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met. Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar. Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur. Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma. Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira
Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í LaugardalshöllFyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið. Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö. 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met. Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar. Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur. Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma.
Eurovision Mest lesið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Matur Fleiri fréttir „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Sjá meira