Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 09:02 Ýmsir telja að stutt sé í næstu kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un. vísir/getty Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20
Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00