Pútín segir hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu ekki lausn vandans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 09:02 Ýmsir telja að stutt sé í næstu kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un. vísir/getty Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær. Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, varar við því að spennan vegna kjarnorkuvopnatilrauna Norður-Kóreu manna geti endað með stórslysi. Hernaðarlegar aðgerðir gegn Norður-Kóreu séu ekki lausn á vandanum heldur þurfi að fara diplómatísku leiðina og ræða málin. Þvert á móti þjóni það ekki tilgangi að hóta hernaðarlegum íhlutunum vegna ástandsins á Kóreuskaga þar sem slíkt gæti kostað mörg mannslíf. „Þetta gæti endað með stórslysi á alþjóðavísu og fjöldi fólks gæti látið lífið. Það er engin önnur leið til að takast á við þessa krísu en með diplómatískum samskiptum,“ sagði Pútín þar sem hann var staddur í Kína. Hann sagði að hernaðarlegar íhlutanir erlendra ríkja í Írak og Líbýu hefðu sannfært Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, um að hann þyrfti að koma sér kjarnavopnum til að komast af. Pútín bætti við að Kim Jong-un myndi ekki hætta við kjarnorkuvopnaáætlun á meðan hann teldi sig ekki öruggan, en síðastliðinn laugardag sprengdu Norður-Kóreumenn stærstu vetnissprengju sína til þessa.Næsta tilraun á laugardag? Orð Pútíns koma í kjölfarið á því að suður-kóresk stjórnvöld íhuga nú þann möguleika að geyma bandarísk kjarnaorkuvopn í landinu. Bandarísk kjarnorkuvopn hafa ekki verið til taks í Suður-Kóreu síðan á 10. áratug síðustu aldar þar sem það er opinber stefna yfirvalda í landinu að Kóreuskaginn verði alfarið án kjarnavopna. Engin breyting hefur í raun orðið á þeirri stefnu nú heldur segir talsmaður yfirvalda að einungis sé verið að skoða alla möguleika á hernaðarlegri íhlutun og hvað sé raunhæft í þeim efnum. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu segjast hafa heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn hafi í gærnótt byrjað að flytja stóra eldflaug í átt að vesturströnd landsins en svo virðist sem um nýja langdræga eldflaug gæti verið að ræða. Yfirvöld í landinu hafa þó ekki viljað staðfesta fréttina en vöruðu við því í gær að norðanmenn hyggðu á enn eitt eldflaugaskorið. Norður-Kóreumenn hafa í gegnum tíðina notað afmæli lands og þjóðar til að sýna mátt sinn og megin þegar kemur að kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Næstkomandi laugardag, þann 9. september, verða 69 ár liðin frá því að norður-kóreska ríkið var stofnað og telja því ýmsir að næsta kjarnorkuvopnatilraun Kim Jong-un verði gerð þá. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að til greina komi að hætta öllum viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Norður-Kóreumenn. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ítrekaði þau skilaboð forsetans á fundi Öryggisráðsins í gær.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00 Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20 Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Langöflugasta sprengja Norður-Kóreu til þessa Stjórnvöld í Pyongyang sprengdu í gær vetnissprengju. Vopnið er þróaðra og öflugra en talið var að ríkið byggi yfir. Leiðtogar stærstu ríkja heims fordæma árásina. Flestir kalla eftir hertum þvingunaraðgerðum vegna tilraunarinnar. 4. september 2017 06:00
Segir Kim Jong-Un falast eftir stríði „Norður-Kórea hefur storkað öryggisráðinu í tuttugu ár,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. 4. september 2017 15:20
Margfalt fleiri tilraunir en pabbi og afi gerðu Einræðisherra Norður-Kóreu hefur látið gera margfalt fleiri kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunir en fyrirrennarar hans. 5. september 2017 06:00