„Leyndardómsfullu fólksflutningarnir“ hvorki flokknum né frambjóðendum til framdráttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2017 15:31 Álftamýri 73 er samkvæmt Þjóðskrá lögheimili fjölmargra ungra sjálfstæðismanna úr nágrannasveitafélögum Reykjavíkur. Það er þó aðeins á blaði. Vísir/Anton Brink Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér. Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira
Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér.
Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Sjá meira