Hálft sjöunda þúsund yfirgefur heilsugæslu fyrir einkastöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2017 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira