Hálft sjöunda þúsund yfirgefur heilsugæslu fyrir einkastöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2017 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira