Enski boltinn

Svekkjandi jafntefli hjá Glódísi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís í leik með íslenska landsliðinu.
Glódís í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård náðu ekki að saxa enn frekar á forskot Linköping á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, en Rosengård gerði 2-2 jafntefli við Vittsjö í dag.

Rosengård komst í 2-0 fyrir hlé, en Vittsjö náði að minnka muninn í síðari hálfleik. Jöfnunarmarkið kom svo stundarfjorðungi fyrir leikslok og lokatölur 2-2. Glódís Perla stóð allan tímann vaktina í vörninni, en Andrea Thorisson sat allan tímann á bekknum hjá Rosengård.

Rosengård er því fjórum stigum á eftir Linköping, en Rosengård er í öðru sætinu. Vittsjö er í áttunda sætinu með 15 stig.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Kristianstad þurfti að horfa á lið sitt lúta í gras gegn Piteå á útivelli, 2-1. Sif Atladóttir spilaði allan leikinn, en Kristianstad er í sjöunda sæti deildarinnar.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og lærisveinar töpuðu 2-0 á útivelli fyrir Sandviken, en mörkin komu í sitthvorum hálfleiknum. Vålerenga er í sjöunda sæti deildarinnar með 23 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×