„Gistitíminn er að styttast, launakostnaður hefur hækkað gífurlega mikið og það hefur snert okkur í ferðaþjónustunni undanfarið rúmt ár verð ég að segja, auk þess sem gjaldtaka hefur aukist, þar á meðal núna í flugstöðinni með nýju útboði. Við höfum þurft að laga okkur að þessu breytta umhverfi,“ segir Kristján í samtali við mbl.
Blikur á lofti
Í samtali við RÚV segir Kristján að þótt fyrirtækið hafi vaxið talsvert á undanförnum árum sé kominn tími á hagræðingu, enda blikur á loftið í ferðamannaþjónustu.
Þar kemur fram að starfsmennirnir sem sagt var upp séu blandaður hópur verktaka og annarra starfsmanna sem tilheyri nokkrum sveitarfélögum.
„Við gerum allt í okkar valdi til að aðstoða það fólk,“ segir Kristján. „Vonandi geta stéttarfélögin líka aðstoðað.“
Ekki náðist í Kristján Daníelsson við vinnslu fréttarinnar.